25. febrúar 2025
25. febrúar 2025
Vegvísir leigumarkaðar er kominn út
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Vegvísir leigumarkaðar er kominn út og er honum ætlað að vera heildstæð árleg samantekt á stöðu og þróun leigumarkaðar
- Vegvísinum er einnig ætlað að vera innlegg í stefnumótun stjórnvalda í málaflokknum og fyrir vikið hefur hún að geyma umfjöllun um framtíðarhorfur og tillögur að aðgerðum
- Ný ríkisstjórn hyggst ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum m.a. til að fjölga íbúðum hratt og kerfisbreytingum sem miða að jafnvægi á húsnæðismarkaði
Nýr vegvísir leigumarkaðar er kominn út, en vegvísirinn er liður í stefnumótunarverkefni HMS um kortlagningu leigumarkaðar á Íslandi. Í vegvísinum má finna afurðir rannsókna og greininga á leigumarkaði árið 2024 og er honum ætlað að vera heildstæð árleg samantekt á stöðu og þróun leigumarkaðar. Farið var yfir helstu atriði vegvísis á opnum fundi um leigumarkaðinn á Íslandi í húsakynnum HMS fyrr í dag.
Vegvísir leigumarkaðar
Á fundinum fjallaði Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS um leigumarkaðinn á Íslandi, sögu hans, alþjóðlegan samanburð og núverandi stöðu. Drengur Óla Þorsteinsson verkefnastjóri leigumála HMS fór yfir framtíðarhorfur leigumarkaðar og tillögur HMS. Loks kynnti Anna Guðmunda Ingvarsdóttir sem situr í aðgerðarhópi um bráðaaðgerðir á húsnæðismarkaði frá vinnu hópsins sem er framundan.
Upptaka af fundinum
Síðastliðin ár hefur verið markvisst unnið að því hjá stjórnvöldum að öðlast betri yfirsýn yfir íslenskan leigumarkað, stöðu hans og horfur. HMS var þannig falið það hlutverk að fylgjast með þróun og ástandi húsaleigumarkaðar, annast greiningar, rannsóknir og útgáfu upplýsinga um leigumarkaðinn.
Tilgangur Vegvísis leigumarkaðar er að upplýsa almenning og stjórnvöld um stöðu leigumarkaðarins eins og hún birtist okkur í dag, en í rökréttu samhengi við söguna. Vegvísinum er einnig ætlað að vera innlegg í stefnumótun stjórnvalda í málaflokknum og fyrir vikið hefur hún að geyma umfjöllun um framtíðarhorfur og tillögur að aðgerðum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS