16. apríl 2025
7. júní 2016
Varað við mögulegri brunahættu
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS vekur athygli á tilkynningu ELKO um mögulega brunahættu í þéttiþurrkurum af gerðinni Hotpoint, Indesit eða Creda. Þurrkararnir voru framleiddir frá apríl 2004 til september 2015 og seldir hér á landi.
HMS vekur athygli á tilkynningu ELKO um mögulega brunahættu í þéttiþurrkurum af gerðinni Hotpoint, Indesit eða Creda. Þurrkararnir voru framleiddir frá apríl 2004 til september 2015 og seldir hér á landi.
Rafföng: Þéttiþurrkarar.
Framleiðandi/Vörumerki: Hotpoint, Indesit og Creda.
Hætta: Ryk eða kusk getur komist í snertingu við hitaelement í þurrkaranum og valdið brunahættu.
Þekktir söluaðilar á Íslandi: ELKO.
Sölutímabil: Þurrkararnir voru framleiddir frá apríl 2004 til september 2015 og seldir hér á landi.
Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna þurrkara eins og hér um ræðir að stöðva notkun þeirra þegar í stað og taka úr sambandi og hafa samband við ELKO eða þjónustuaðila fyrirtækisins, sjá nánar hér fyrir neðan.
Sjá umfjöllun á vef Mannvirkjastofnunar um innköllun frá Whirlpool.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS