28. nóvember 2024

Vægi hagnaðardrifna leigumarkaðarins mest á Suðurnesjum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Alls eru 23.470 samningar í gildi í Leiguskrá HMS
  • Gildum leigusamningum fjölgaði um 700 í október
  • Um 86 prósent skráðra leiguíbúða á Suðurnesjum eru í eigu einstaklinga eða hagnaðardrifinna leigufélaga

Alls tóku 1.353 nýir leigusamningar gildi í október á sama tíma og 646 samningar féllu úr gildi, þannig fjölgaði gildum samningum um 700 í október. Á bilinu 75 til 80 prósent af leigusamningum sem bæði tóku gildi og féllu úr í október vörðuðu markaðsleigu*. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr Leiguskrá nú í upphafi nóvember.

Helm­ing­ur leigu­í­búða leigð­ar út á mark­aðs­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Alls voru 23.470 samningar í gildi í Leiguskrá nú í upphafi nóvembermánaðar og þar sem 16.797 samningar vörðuðu íbúðir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, 2.396 samningar á Suðurnesjum, 1.582 samningar á Norðausturlandi og 2.695 í öðrum landshlutum. Á myndinni hér að neðan má sjá hlutfall skráðra samninga um markaðsleigu eftir landshlutum. Myndin sýnir að um 86 prósent leiguíbúða á Suðurnesjum, sem skráðar eru í Leiguskrá, eru leigðar út á markaðsverði.

Hlutfall samninga um markaðsleigu er á bilinu 45 til 65 prósent á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðausturlandi og Norðvesturlandi. Á Austurlandi og Suðurlandi er hlutfall markaðsleigu á bilinu 70 til 80 prósent.

Leig­u­verð­­sjá HMS

Ný leiguverðsjá er nú komin út á vef HMS, en hana má nálgast með því að smella hér. Með leiguverðsjánni geta leigusalar og leigutakar nálgast upplýsingar um markaðsverð íbúða og fjölda leigusamninga í hverjum mánuði.

Í nýju leiguverðsjánni er hægt að skoða leiguverð eftir mánuðum, landshluta, sveitarfélagi, póstnúmer, tegund leigusala, herbergjafjölda, stærð og samningsgerð.

Upp­­­­lýs­ing­­­­ar í Leig­u­­­­skrá í sí­­­­felldri upp­­­­­­­færslu

Hægt er að skrá upplýsingar um leigusamninga afturvirkt í Leiguskrá. Þar af leiðandi er möguleiki á að upplýsingar um fjölda samninga sem taka gildi og falla úr gildi eftir mánuðum taki breytingum yfir tíma. Ekki er því hægt að tryggja fullkomið samræmi í birtingu slíkra upplýsinga frá einum tíma til annars.

*Markaðsleiga vísar til leigusamninga um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS