23. apríl 2025
30. mars 2023
Undirritun þjónustusamnings vegna Brunamálaskólans
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis og mannvirkjastofnun og Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) hafa undirritað samning þess efnis að SMHA veiti Brunamálaskólanum sérfræðiráðgjöf og taki jafnframt við tæknilegri umsýslu skólans.
Samstarfinu er ætlað að straumlínulaga grunn- og framhaldsnám slökkviliðs- og eldvarnareftirlitsmanna og styðja við uppsetningu nýrra námsleiða fyrir stjórnendur.
Með samstarfinu skapast aukið svigrúm fyrir sérfræðinga Húsnæðis og mannvirkjastofnunar (HMS) og leiðbeinendur Brunamálaskólans að setja upp og framleiða hágæða námsefni bæði í bóklegum og verklegum þáttum ásamt vandaðri endurmenntun.
Sérfræðikunnátta og reynsla innan SMHA í stafrænni miðlun námsefnis og kennsluaðferðum mun tryggja gæði og framsetningu náms Brunamálaskólans ásamt bættri þjónustu við nemendur. Sameiginlegt markmið er að gæði náms þessara mikilvægu stétta verði ekki misskipt vegna landfræðilegra aðstæðna.
Haustið 2023 munu fyrstu nemendur fara inn í nýtt kerfi, verða þá kenndar fyrstu lotur í nýju samræmdu grunnnámi fyrir slökkviliðsmenn ásamt endurmenntunarnámskeiði fyrir stjórnendur. Stefnt er á að auka námsframboð skólaveturinn 2023-24 en samningurinn gildir til eins árs og verður þá endurmetinn.
Mikið framfaraskref
Fulltrúi Brunamálaskólans segir „hér er stigið mikið framfaraskref og með þessum samningi er verið að leggja sterkan grunn að þeirri endurskipulagningu sem skólinn er að ganga í gegn um. Fjölmörg tækifæri felast í tengingu við öfluga menntastofnun sem mun leiða til verðmætara náms fyrir okkar nemendur„
Stefán Guðnason forstöðumaður SMHA segir mikla ánægju ríkja með samstarfið, „sérfræðikunnátta SMHA er vel til þess fallin að bæta námsumhverfi þessara stétta og að fá þessa nýjung inn hjá okkur getur leitt til spennandi nýjunga í þróunarferlinu“.
Mikil ábyrgð fellst í menntun viðbragðsaðila og sérfræðinga í forvörnum, með þessum samningi er stigið mikið framfara skref sem ætlað er að skapa þeim sem sækjast til starfa í þessum stéttum verðmætt nám en einnig styðja við þann hóp sem nú þegar hefur lokið námi með markvissri endurmenntun. Afurðinni er ætlað að skapa eftirsótt nám og auka færni og hæfni innan þeirra stétta sem koma til með að sækja nám sitt hjá Brunamálaskólanum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS