4. september 2025

Tilkynning frá HMS

Borgartún 21
Borgartún 21

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í kjölfar umfjöllunar í Kastljósi vill HMS koma eftirfarandi á framfæri:

HMS er meðvitað um mikilvægi þess að vinna gegn gullhúðun regluverks og hefur það að leiðarljósi í öllum sínum störfum. Stofnunin tekur heils hugar undir þá gagnrýni sem sett var fram í Kastljósi af hálfu innlendra gluggaframleiðenda sem ekki hafa aðgengi að faggiltri prófunarstofu. Sú staða hefur gert það að verkum að samkeppnisstaða þeirra gagnvart erlendum framleiðendum er verri fyrir vikið. Það er ekki ásættanlegt.

HMS hyggst tryggja aðgengi íslenskra gluggaframleiðenda að faggiltum prófunum þegar á þessu ári. Núverandi gluggaprófunarbúnaður sem staðsettur er hjá Tæknisetri þarfnast uppfærslu en gert er ráð fyrir að verja hátt í 10 milljónum króna í að uppfæra hann. HMS hefur gert samkomulag við Tæknisetur um að stofnunin taki þátt í fjármögnun vegna þess kostnaðar og mun HMS inna fyrstu greiðslu af hendi síðar í þessum mánuði.

HMS hefur enn fremur að höfðu samráði við Minjastofnun unnið tillögu að breytingum á byggingarreglugerð sem fela í sér að gluggar sem smíðaðir eru í friðuð og friðlýst hús hér á landi verði undanþegnir frá CE-merkingu.

Við lokun NMÍ var stefnt að því að byggingarvörur skyldu prófaðar af faggiltum prófunarstofum, helst á einkamarkaði, eins og þekkist hjá nágrannaríkjum okkar. Þegar ljóst var að einkamarkaðurinn hefði ekki áhuga á að taka þetta hlutverk að sér, hafði HMS frumkvæði að því, í samstarfi við Tæknisetur, að vinna að því að faggiltar gluggaprófanir gætu átt sér stað hér á landi. Það er nú loksins komið í góðan farveg.

Tekið skal skýrt fram að enginn íslenskur gluggaframleiðandi hefur verið beittur viðurlögum af hálfu HMS í því frumkvæðiseftirliti sem nú stendur yfir. Öðru gegnir hins vegar um erlenda glugga þar sem sölubanni hefur verið beitt í 11 skipti á tveimur árum og nokkrir gluggar sem reynt var að flytja inn en töldust ófullnægjandi fyrir íslenskar aðstæðar hafa í kjölfar skoðunar HMS verið teknir af markaði. Síðan HMS hóf frumkvæðiseftirlit með innfluttum gluggum í byrjun árs 2024 hafa alls verið gefin út 64 tilmæli um úrbætur enda eru gluggar eitt helsta vandamálið í alvarlegum gallamálum hér á landi.

Síðustu misseri hafa komið fram mörg dæmi um lekavandamál og myglu í mannvirkjum sem rekja má til glugga og fögnum við því að með þessu samkomulagi séum við skrefinu nær því að hérlendis séu einungis boðnir fram áreiðanlegir gluggar m.t.t. veðurfars. Almennar undanþágur frá CE-merkingum koma ekki til greina þar sem hérlendis þurfa gluggar að uppfylla sértækar kröfur vegna veðurálagsins. Þessi túlkun hefur verið staðfest í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (mál nr. 117/2023).

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS