28. mars 2023

Tæplega 500 hlutdeildarlán hafa verið veitt

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Frá því að hlutdeildarlánum var komið á í lok árs 2020 hefur HMS veitt 473 hlutdeildarlán, heildarfjárhæð þeirra er samtals 3.950 milljónir kr. Af þessum 473 lánum þá hafa 196 lán verið veitt vegna kaupa á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu, 246 lán á vaxtarsvæðum (þ.e. í Akraneskaupstað, Akureyrarbæ, Grindavíkurbæ, Hveragerðisbæ, Reykjanesbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Vogum) og 31 lán annarsstaðar á landsbyggðinni. Fyrstu hlutdeildarlánin voru greidd upp í lok árs 2022 og nú hafa 21 lán verið endurgreidd að fullu.

Úr­ræði fyr­ir fyrstu kaup­end­ur

Hlutdeildarlán er úrræði sem hjálpar þeim sem þurfa aðstoð við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem falla þar undir eru fyrstu kaupendur og þeir sem ekki hafa átt fasteign sl. fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Þannig hjálpar Hlutdeildarlán einstaklingum/hjónum/sambúðarfólki að byggja upp eigið fé og komast í eigið húsnæði.

Hlutdeildarlán er fyrir þá sem geta greitt af íbúðaláni og standast greiðslumat en eiga þó ekki fyrir útborgun án aðstoðar. Lánað er vegna kaupa á nýjum íbúðum er falla innan hámarks verð- og stærðarviðmiða, viðmiðin má sjá hér. Hlutdeildarlán er að jafnaði 20% af kaupverði, án vaxta og verðbóta og endurgreiðist í sama hlutfalli við sölu eignarinnar, nánar má lesa um hlutdeildarlán hér.

Heild­ar­end­ur­skoð­un á há­marks­verði og tekju­við­mið­um stend­ur yfir

Við vekjum athygli á að nú stendur yfir heildarendurskoðun á hámarksverði íbúða og tekjuviðmiðum sbr. reglugerð um Hlutdeildarlán. Við væntum þess að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS