13. janúar 2025
22. júní 2023
Tæplega 15 þúsund sumarhús á landinu
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Sumarhús á landinu á síðasta ári voru 14.907 talsins og fjölgaði um 1,4% frá árinu áður en árið 2021 voru sumarhús á landinu 14.697 talsins.
Sumarhús á landinu eru 14.907 talsins
Sumarhús á landinu á síðasta ári voru 14.907 talsins og fjölgaði um 1,4% frá árinu áður en árið 2021 voru sumarhús á landinu 14.697 talsins.
Það sem af er ári hafa 51 sumarhús verið skráð hjá HMS, þau eru ýmist í byggingu eða fullkláruð. Heildarfjöldi skráðra sumarhúsa á landinu eru nú 14.967. Sumarhúsum fjölgaði um 1,4% milli áranna 2021-2022 sem var aukning miðað við árin þar á undan þegar skráðum sumarhúsum fjölgaði að jafnaði um 1% milli ára áranna 2018 - 2021.
Mynd 1. Hlutfallsleg ársfjölgun í skráningu sumarhúsa árin 2006 - 2022
Flest sumarhús eru í Grímsnes- og Grafningshreppi
Flest sumarhús á landinu eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 3.266 talsins og í Bláskógarbyggð eru nú skráð 2.139 sumarhús. Í þessum tveimur sveitarfélögum eru nú 37% allra sumarhúsa á landinu. Borgarbyggð kemur í þriðja sæti með 1.502 sumarhús.
Mynd 2: Skipting sumarhúsa eftir landshlutum
Rúmlega helmingur allra sumarhúsa eru á Suðurlandi
Alls eru 7.835 sumarhús á Suðurlandi af 14.697 sumarhúsum sem eru skráð á landinu eða 53,3%. Á Norðurlandi eystra eru 1.223 sumarhús og á höfuðborgarsvæðinu eru sumarhúsin 1.187 talsins.
Sumarhús fara stækkandi
Stærð sumarhúsa fara stækkandi eftir árum samkvæmt gögnum fasteignaskrár Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Hús sem eru skráð með byggingarár á núverandi ári eru að meðaltali 98,3 fermetrar að stærð og hafa farið stækkandi frá ári til árs. Sumarhús sem byggð voru fyrir tíu árum síðan voru að jafnaði 79,1 fermetrar að stærð og fyrir tuttugu árum voru þá 59,7 fermetrar.
Mynd 3: Meðalstærð sumarhúsa eftir byggingarári 1950 - 2023
Nánar má sjá upplýsingar um fjölda sumarhúsa eftir landssvæðum og sveitarfélögum á landinu frá 2005.
Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS