Fjöldi íbúða og sum­ar­húsa

Fjöldi íbúða og sum­ar­húsa

Á meðfylgjandi mælaborði má sjá fjölda íbúða eftir landshlutum, sveitarfélögum, póstnúmerum, flokkum íbúða, byggingarári og stærðarflokkun. Mælaborðið sýnir einnig fjölda sumarhúsa eftir landshlutum og sveitarfélögum.

  • Fullbúnar íbúðir eru taldar sem íbúðir á matsstigi 7 og 8. Íbúðir á öðrum matsstigum eru taldar ófullbúnar
  • Allar tölur eru áramótastöður í lok árs nema fyrir núverandi ár en þær tölur eru uppfærðar einu sinni í mánuði
  • Eignir eru taldar sem sérbýli ef um er að ræða einbýli, parhús eða raðhús. Aðrar íbúðareignir teljast sem fjölbýli
  • Fjöldi innan hvers sveitarfélags miðast við núverandi afmarkanir sveitarfélaga. Þannig teljast eignir fyrri sveitarfélaga sem hafa sameinast til sameinaðs sveitarfélags
  • Gögn um póstnúmer liggja ekki fyrir hjá öllum eignum og eru þær því merktar sem "Ekki skráð"

Notk­un­ar­leið­bein­ing­ar

Hægt er að velja mörg sveitarfélög og marga landshluta með því að halda inni ctrl takkanum (command takki á Mac) og velja það sem þarf.

Til þess að hala niður gögnunum á bak við mælaborðið þarf að smella á hvar sem er á grafið á mælaborðinu, velja punktana þrjá efst í hægra horninu og smella á „Export data“.