12. desember 2025

Tæplega 1.300 leigusamningar tóku gildi í leiguskrá í nóvember 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Gildum leigusamningum í leiguskrá fjölgaði um 387 í nóvember, þar sem 345 samningar vörðuðu markaðsleigu
  • Af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu var markaðsleiga að jafnaði hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík
  • Á síðustu 12 mánuðum hefur markaðsleiga hækkað mest á Akureyri, á Akranesi og í Kópavogsbæ

Alls tóku 1.277 samningar gildi í leiguskrá HMS í nóvember 2025 á sama tíma og 890 samningar féllu úr gildi. Þannig fjölgaði samningum í leiguskrá um 387. Þetta kemur fram í upplýsingum sem HMS hefur unnið upp úr leiguskrá nú í upphafi desember.

Mark­aðs­leiga er að jafn­aði hæst í Garða­bæ

Alls voru 27.511 samningar í gildi í leiguskrá í nóvember, þar sem 17.525 samningar vörðuðu markaðsleigu.

Á myndinni hér að neðan má sjá meðaltal markaðsleigu í öllum gildum samningum í nóvember 2025 ásamt 12 mánaða hækkun. Myndin sýnir þó einungis sveitarfélög sem eru með fleiri en 120 samninga skráða um markaðsleigu.

Á höfuðborgarsvæðinu var meðaltal markaðsleigu á bilinu 272 þúsund til 306 þúsund krónur í nóvember, þar sem dýrast var að leigja í Garðabæ. Markaðsleiga var hins vegar að meðaltali lægst í Reykjavík, en þar eru leiguíbúðir að jafnaði smærri en í öðrum sveitarfélögum á svæðinu.

Mark­aðs­leiga hef­ur hækk­að mest á Ak­ur­eyri

Á síðustu 12 mánuðum hefur markaðsleiga hækkað mest í Kópavogsbæ af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 5,3% sem samsvarar 1,2% hækkun að raunvirði. Á sama tímabili hækkaði markaðsleiga minnst í Garðabæ, eða um 1%, og lækkaði því um 2,1% að raunvirði. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði markaðsleiga í kringum 4%, í takt við verðbólgu.

Annars staðar á landinu var markaðsleiga hæst í sveitarfélaginu Árborg, um 250 þúsund krónur. Á landsbyggðinni hækkaði markaðsleiga hins vegar mest á Akureyri á síðustu 12 mánuðum, eða um 5,6% að nafnvirði.

Hægt er að nálgast meðalleigu íbúða í Leiguverðsjá HMS, sem byggir á samningum úr leiguskrá. Þar geta notendur valið landsvæði, sveitarfélag og póstnúmer leigueigna, fjölda herbergja og flatarmál samnings. Einnig geta notendur síað leigusamninga eftir tegund leigusala og eftir því hvort samningar séu tímabundnir eða ekki.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS