24. mars 2025
21. mars 2025
Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS boðar til opins fundar um stöðu íbúðauppbyggingar fyrir landið allt þriðjudaginn 25. mars. Þá mun HMS einnig gefa út greiningu á niðurstöðum marstalningar á íbúðum í byggingu. Fundurinn hefst kl. 12:00 í húsnæði HMS í Borgartúni 21. Léttar veitingar verða í boði fyrir fundargesti. Fundinum verður einnig streymt á hms.is/streymi.
Á fundinum verða kynntar niðurstöður talningarinnar og framtíðarhorfur á fasteignamarkaði.
Dagskrá
- Staða íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur
Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur í teymi húsnæðisáætlana - Staða og horfur á fasteignamarkaði
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur og teymisstjóri fasteignamats og markaðsupplýsinga
Fundarstjóri: Róbert Smári Gunnarsson, verkefnastjóri kynningarmála hjá HMS
Skráðu þig á fundinn hér:
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS