11. apríl 2025
8. apríl 2025
Slökkvilið landsins sinntu 673 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Slökkvilið landsins sinntu alls 673 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2025. Þar af voru 13 útköll vegna flugelda. Þetta kemur fram í útkallsskýrslugrunni slökkviliða sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.
Slökkviliðin sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Með lögbundnum verkefnum má nefna slökkvistarf, reykköfun, björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðarslysa, auk eldvarnareftirlit og forvarnir. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum, til dæmis sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.
Á meðal verkefna slökkviliða voru 83 útköll vegna umferðarslysa og 30 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Slökkviliðin hafa sinnt 14 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2025 þar sem manneskja hefur verið í neyð.
Stefnir í metár útkalla tengdum flugeldum
Af þeim 673 útköllum sem slökkvilið landsins fara í eru 229 af þeim útköll vegna elds. Útköll þar sem orsök er talin vera flugeldar voru 13 á fyrsta fjórðungi 2025. Það stefnir því í metár ef fram heldur sem horfir, en útköll vegna flugelda hafa ekki verið svo mörg síðan árið 2019 þar sem útköllin voru 15 yfir allt árið. Á grafinu hér fyrir neðan má sjá fjölda útkalla tengdum flugeldum frá árinu 2017. Tekið skal fram að einungis er um að ræða fyrsta ársfjórðung ársins 2025.
Útköll vegna óveðurs og vatnstjóns töluverð fleiri en árið 2024
Á fyrsta ársfjórðungi árið 2025 voru 37 útköll slökkviliða vegna óveðurs en alls voru 16 útköll vegna óveðurs á öllu árinu 2024. Óveðursútköll eru yfirleitt af völdum foktjóns þar sem til dæmis klæðningar, þök, hurðir, gluggar og tré fjúka eða brotna í óveðri.
Útköllum fjölgaði einnig töluvert vegna vatnstjóna en alls voru þau 326 árið 2024 eða 93 á fyrsta ársfjórðungs 2024 og miðað við fyrsta fjórðung 2025 sem eru orðin 158 útköll. Á grafinu hér fyrir neðan má sjá hvernig útköllin skiptast á ársfjórðunga 2024 og 2025.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS