8. apríl 2025

Slökkvilið landsins sinntu 673 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Slökkvilið landsins sinntu alls 673 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2025. Þar af voru 13 útköll vegna flugelda. Þetta kemur fram í útkallsskýrslugrunni slökkviliða sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.

Slökkviliðin sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Með lögbundnum verkefnum má nefna slökkvistarf, reykköfun, björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðarslysa, auk eldvarnareftirlit og forvarnir. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum, til dæmis sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.

Á meðal verkefna slökkviliða voru 83 útköll vegna umferðarslysa og 30 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Slökkviliðin hafa sinnt 14 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2025 þar sem manneskja hefur verið í neyð.

Stefn­ir í metár út­kalla tengd­um flug­eld­um

 Af þeim 673 útköllum sem slökkvilið landsins fara í eru 229 af þeim útköll vegna elds. Útköll þar sem orsök er talin vera flugeldar voru 13 á fyrsta fjórðungi 2025. Það stefnir því í metár ef fram heldur sem horfir, en útköll vegna flugelda hafa ekki verið svo mörg síðan árið 2019 þar sem útköllin voru 15 yfir allt árið. Á grafinu hér fyrir neðan má sjá fjölda útkalla tengdum flugeldum frá árinu 2017. Tekið skal  fram að einungis er um að ræða fyrsta ársfjórðung ársins 2025.

Út­köll vegna óveð­urs og vatns­tjóns tölu­verð fleiri en árið 2024

Á fyrsta ársfjórðungi árið 2025 voru 37 útköll slökkviliða vegna óveðurs en alls voru 16 útköll vegna óveðurs á öllu árinu 2024. Óveðursútköll eru yfirleitt af völdum foktjóns þar sem til dæmis klæðningar, þök, hurðir, gluggar og tré fjúka eða brotna í óveðri.

Útköllum fjölgaði einnig töluvert vegna vatnstjóna en alls voru þau 326 árið 2024 eða 93 á fyrsta ársfjórðungs 2024 og miðað við fyrsta fjórðung 2025 sem eru orðin 158 útköll. Á grafinu hér fyrir neðan má sjá hvernig útköllin skiptast á ársfjórðunga 2024 og 2025.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS