17. janúar 2025
3. desember 2024
Skortur á lóðum og hátt vaxtastig reynist húsnæðisfélögum erfið
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Samstarfsvettvangur húsnæðisfélaga - frá vinstri: Elmar Erlendsson framkvæmdastjóri húsnæðissviðs HMS, Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta, Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar, Einar Georgsson framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags, Böðvar Jónsson framkvæmdastjóri Byggingarfélags námsmanna, Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Brynju leigufélags, Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifstofustjóri Þroskahjálpar / Mynd HMS
Í síðustu viku kom saman til fundar í húsakynnum HMS samstarfsvettvangur húsnæðisfélaga sem koma að uppbyggingu íbúða með viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Myndun vettvangsins var ein af aðgerðum sem samið var um í rammasamningi milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis.
Að samstarfsvettvangnum koma ásamt HMS Leigufélagið Bríet, Brák íbúðafélag, Bjarg íbúðafélag, Byggingafélag námsmanna, Félagsstofnun stúdenta, Félagsbústaðir, Búseti, Landssamtökin Þroskahjálp og leigufélagið Brynja.
Á fundinum fóru fulltrúar félaganna yfir stöðu þeirra uppbyggingarverkefna sem þau vinna að og hvaða áskorunum félögin standa frammi fyrir. Meðal áskorananna er skortur á lóðum sem henta til uppbyggingar íbúða fyrir þeirra félagshópa. Einnig hefur hátt vaxtarstig reynst þeim erfitt og fjármögnun verkefna svo rekstur nýrra verkefna standi undir sér.
Næstu skref hópsins er að útfæra sameiginlega tillögu að breytingum á því fjármögnunarumhverfi sem félögunum stendur til boða þ.m.t. regluverki um almennar íbúðir svo markmið þeirra náist um að leiguverð íbúða fari ekki umfram fjórðung tekna leigjenda.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS