16. apríl 2025
19. júní 2020
Rólegur fasteignamarkaður í maí
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Hækkanir vísitölu við meðaltal síðustu mánaða
Hækkanir vísitölu við meðaltal síðustu mánaða
Nýjar tölur fyrir vísitölu þjóðskrár um íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu birtust í gær og mælist hún í maímánuði um 647,8 stig. Vísitalan sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt nýjustu tölum nemur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 3,8% sem er nálægt meðaltali 12 mánaða hækkana frá janúar 2019 en raunverð hækkar um 1,2% frá sama tíma í fyrra. Milli mánaða hækkar vísitalan um 0,84% sem nemur um það bil einu staðalfráviki mánaðahækkana frá árinu 2014. Milli mánaða hækkar raunverð lítillega eða um 0,3% sem er um þriðjungur staðalfráviks frá árinu 2014. Þriggja mánaða hækkun vísitölunnar nemur um 0,93% sem er töluvert undir staðalfráviki þriggja mánaða hækkana frá árinu 2014. Því er óhætt að segja að maímánuður hafi verið fremur tíðindalítill.
Vísitala ásetts verðs íbúða gefur til kynna að ásett verð á íbúðum til sölu hækkaði um 0,37% í maí frá mánuðinum á undan á höfuðborgarsvæðinu. Er þar um óverulega breytingu að ræða en alla jafna eru mánaðarsveiflur þó nokkrar. Árshækkunin mælist um 5,8% sem er svipað og hefur verið það sem af er ári.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS