1. október 2025
1. október 2025
Reykjavíkurborg tekur í notkun nýtt viðmót byggingarleyfa
Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun nýtt og notendavænt umsóknarviðmót byggingarleyfa í samstarfi við HMS. Með því bætist Reykjavík við hóp 14 sveitarfélaga sem þegar hafa tengst viðmótinu.
Viðmótið, sem er aðgengilegt á byggingarleyfi.hms.is, einfaldar og samræmir ferlið við umsókn og útgáfu byggingarleyfa. Nú eru sveitarfélög sem innihalda 44,8% íbúða á landinu tengdar við kerfið, sem veitir betri yfirsýn yfir stöðu uppbyggingar á Íslandi og stuðlar að vandaðri mannvirkjagerð til framtíðar.
Hvað breytist?
- Umsóknir sem áður voru í vinnslu á Mínum síðum HMS (eldri umsóknarleið) hafa verið færðar yfir í nýja kerfið.
- Framkvæmd og skil á áfangaúttektum fara áfram í gegnum Mannvirkjaskrá.
- Lokað hefur verið fyrir umsóknir og úttektir í gegnum eldri umsóknarleið á Mínum síðum HMS.
Kynntu þér allt um verkefnið Byggingarleyfi á Íslandi allt á einum stað.
Opinn fundur í beinu streymi
Í tilefni af innleiðingunni boðaði HMS til opins fundar miðvikudaginn 1. október kl. 13:00 í Borgartúni 21, sjá nánar undir viðburðir á hms.is. Þar var fjallað um þróun og innleiðingu viðmótsins sem er hluti af stærri vegferð í átt að samræmdu starfsumhverfi í mannvirkjagerð. Fundurinn var einnig í streymi.