30. júlí 2024

Rb-blað mánaðarins: Viðgerðir á steypuskemmdum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og birtir HMS blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blöð mánaðarins voru gefin út í júní 1986 og fjalla um viðgerðir á steypuskemmdum.

Steinsteypa er algengasta byggingarefnið á Íslandi og býr yfir mörgum kostum umfram önnur byggingarefni. Líkt og með önnur byggingarefni þarf að huga vel að viðhaldi, en meðal helstu galla steinsteypunnar er hætta á sprungumyndunum.

Þegar gera á við sprungur í steypu er mikilvægt að gera sér grein fyrir af hvaða orsökum þær hafa myndast og velja viðgerðaraðferð í samræmi við eðli sprungnanna. Ef það er ekki gert er hætta á að viðgerðin verði ekki eins endingargóð og ætla mætti. Það er því er mikilvægt að vandað sé til verka með réttum aðferðum í viðgerðum á sprungum í steypu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS