27. ágúst 2024

Rafmagnsöryggisgátt HMS verður endurnýjuð

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur hafið vinnu við endurnýjun á miðlægri rafmagnsöryggisgátt, en búist er við að fyrsta kafla verkefnisins verði lokið í haust.

Miðlæg rafmagnsöryggisgátt hefur meðal annars verið notuð af löggiltum rafverktökum, dreifiveitum, faggiltum skoðunarstofum og HMS frá árinu 2014. Með tilkomu gáttarinnar efldist eftirlit HMS með rafmagnsöryggi til muna, þar sem gáttin bætti alla upplýsingasöfnun og úrvinnslu upplýsinga á því sviði. Sömuleiðis öðluðust rafverktakar og dreifiveitur betri yfirsýn yfir eigin starfsemi með gáttinni og auðveldaði hún þeim að mæta kröfum eigin öryggisstjórnunarkerfis.

Á mynd hér að neðan má sjá þær upplýsingar sem koma inn í rafmagnsöryggisgáttina frá mismunandi notendum hennar. Gáttin er orðin lykilverkfæri allra sem stunda eftirlit með rafmagnsöryggi og hefur hún auðveldað til muna skil eftirlitsskyldra aðila á upplýsingum til hins opinbera.

Upp­lýs­ing­ar sem koma inn í raf­magns­ör­ygg­is­gátt HMS

Upplýsingar sem koma inn í rafmagnsöryggisgátt HMS

Eftir tíu ára notkun er rafmagnsöryggisgáttin hins vegar komin til ára sinna og orðið erfitt að gera á henni nauðsynlegar viðbætur og þróa til mæta þörfum notenda. Nauðsynlegt var því talið að hefja undirbúning að smíði nýrrar rafmagnsgáttar og er sú vinna nú þegar hafin með þarfagreiningu á nýrri lausn með notendamiðaða hönnun að leiðarljósi. Er hún unnin í samráði við hagaðila og starfsfólk HMS.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS