3. apríl 2024

Nýskráðum lóðum fækkar á milli mánaða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Mun færri lóðir voru nýskráðar í mars, miðað við janúar og febrúar, samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá. Líklegasta skýringin er að nýjar lagakröfur um merkjalýsendur og nýr ferill hefur tímabundið dregið úr skráningum. Nú hafa yfir 200 merkjalýsendur fengið bráðabirgðaleyfi ráðherra til að gera merkjalýsingar og ættu skráningar því að aukast í kjölfarið.

Sjá má fjölda nýskráðra lóða eftir mánuði og flokkun lóðar á mynd hér að neðan, en þar sést að 80 íbúðahúsalóðir voru skráðar í janúar og 20 í febrúar, en einungis 14 í mars. Myndin sýnir einnig nýskráningar lóða fyrir sumarbústaði og atvinnuhúsnæði, en í öllum flokkum eru nýskráðar lóðir færri í mars en þær voru í janúar og febrúar.

Með lagabreytingum sem tóku í gildi í ársbyrjun, er landeigendum skylt að láta gera merkjalýsingu á nýjum fasteignum sem og breytingum á merkjum, en einungis þeir sem hafa fengið leyfi frá ráðherra mega gera merkjalýsingar. Smella má á þennan hlekk til að nálgast lista yfir merkjalýsendur sem hafa fengið bráðabirgðarleyfi. 

Líkt og HMS hefur áður bent á voru langflestar nýjar íbúðalóðir skráðar á Akureyri í janúar og febrúar, en þær voru 68 í sveitarfélaginu og samtals 32 í hinum sveitarfélögum landsins á því tímabili. Af þeim 14 íbúðahúsalóðum sem nýskráðar voru í mars voru fimm þeirra í Vestmannaeyjum, þrjár í Hornafirði, og tvær í Hvalfjarðarsveit.  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS