17. febrúar 2023

Nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þann 1. september 2021 tóku gildi nýjar orkumerkingar fyrir ljósgjafa. En þá hófst 18 mánaða aðlögunartímabil. Þann 1. mars næstkomandi mun því aðlögunartímabili ljúka. Sem þýðir að frá 1. mars þurfa ljósgjafar sem bera orkumerkingar að bera nýju orkumerkingarnar.

Frá og með 1. mars 2023:

  • Gamlir orkumerkimiðar á umbúðum eða vöru skulu huldir með límmiða af sömu stærð með nýja orkumerkimiðanum.
  • Nýtt vöruupplýsingablað skal látið í té.

Vegna tækniþróunar og vegna þess að munurinn á milli A+, A++ og A+++ er ekki augljós neytendum auk þess sem flestar vörur á markaði voru í þremur efstu flokkunum, var einfaldari orkumerkimiði með kvarðanum A – G tekinn upp að nýju.

 

Hvaða mikilvægu nýju atriði koma fram á nýju orkumerkimiðunum?

Nýju merkimiðarnir verða með samræmdum orkunýtniflokkum, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++/A+ munu hverfa.

Merkimiðarnir eru tengdir við gagnagrunn með QR-kóða. Gagnagrunnurinn veitir neytendum, söluaðilum markaðseftirlitsyfirvöldum frekari upplýsingar um allar orkumerktar vörur.

Með reglugerð (ESB) 2019/2015 eru settar kröfur um merkingar og veitingu viðbótarupplýsinga um ljósgjafa með eða án innbyggðs stýribúnaðar. Kröfurnar gilda einnig um ljósgjafa sem eru settir á markað í umlykjandi vöru.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS