21. nóvember 2025
21. nóvember 2025
Ný rafmagnsöryggisgátt í vinnslu
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS hefur hafið þróun á nýrri rafmagnsöryggisgátt sem mun leysa af hólmi eldra kerfi sem hingað til hefur verið notað. Með nýrri lausn er verið að færa rafmagnsöryggisgáttina nær nútímakröfum um stafræna þjónustu og örugga upplýsingamiðlun.
Lausnin byggir á nútímalegri tækni sem tryggir áreiðanlega gagnavinnslu og hefur að markmiði að einfalda skráningarferli og bæta samskipti milli rafverktaka, skoðunarstofa og rafveitna. Með henni verður auðveldara að halda utan um stöðu eftirlits og skila gögnum á einum stað, sem eykur gagnsæi og styrkir verklag í rafmagnsöryggi.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




