20. nóvember 2025
20. nóvember 2025
Umhverfisskýrsla HMS 2024
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Umhverfisskýrsla fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni eru meðal annars dregnar fram niðurstöður úr Grænu bókhaldi HMS fyrir árið 2024.
Umhverfisskýrsla 2024
Við höfum séð frábæran árangur frá því að við byrjuðum að mæla árið 2019, m.a. eftirfarandi:
- Hlutfall umhverfisvottaðra prentþjónustu hefur farið vaxandi og er núna í 99,5%.
- Hlutfall af pappír kg per stöðugildi hefur farið minnkandi, var í 12,3 árið 2019 en í dag eru það 2,1.
- Hlutfall umherfisvottaðra ræstiþjónustu hefur hækkað töluvert. Árið 2019 var hlutfallið 36% en í dag er hlutfallið 77%.
- Notkun á heitu vatni hefur stöðugt verið að dragast saman.
- Losun frá flugi hefur dregist saman síðan 2019 um 58,9%.
Úrbótatækifærin felast m.a. í minni losun frá akstri:
- Losun vegna aksturs frá 2019-2024 hefur aukist. Þess má þó geta að á sama tíma hafa heimsóknir og vettvangsskoðanir aukist í starfsemi HMS. Til að draga úr losun vegna aksturs og flugs getum við fjölgað fjarfundum og notað meira af vistvænum bílaleigubílum og leigubílum. Stefna að því að fjölga samgöngusamningum innan stofnunarinnar.
Losun HMS í CO2íg kg/stöðugildi árið 2019 var 366 en árið 2024 eru það 335. Starfsemin hefur breyst töluvert á þessum árum sem og stöðugildum og starfstöðvum fjölgað.
Í samræmi við umhverfisstefnu HMS hefur HMS kolefnisjafnað þá losun og meira til, með því að kaupa 50 tonn af vottuðum kolefniseiningum hjá YggCarbon.
HMS hlakkar til að halda áfram á grænu vegferðinni og viðhalda Grænu skrefunum fimm.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




