11. nóvember 2025

Ný húsaleigulög styrkja rétt leigjenda og auka gagnsæi á markaðnum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Skráningarskylda leigusamninga í leiguskrá HMS mun framvegis ná til allra sem leigja út húsnæði til íbúðar
  • Ný lög koma í veg fyrir að leigufjárhæð breytist á fyrstu tólf mánuðum leigusamnings
  • Almenn skráningarskylda leigusamninga bætir upplýsingagjöf um leigumarkaðinn

Þann 10. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um breytingu á húsaleigulögum. Meginmarkmið þessara breytinga er að stuðla að aukinni langtímaleigu og gera breytingar á leigufjárhæð fyrirsjáanlegri.

Al­menn skrán­ing­ar­skylda leigu­samn­inga inn­leidd

Í lögunum, sem taka gildi þann 1. janúar 2026, er einnig mælt fyrir um almenna skráningarskyldu húsaleigusamninga í leiguskrá HMS. Áður náði sú skylda eingöngu yfir þau tilfelli þegar leigusali hafði fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Þessi breyting mun enn frekar auka getu íslenskra stjórnvalda, hagaðila og almennings til að nálgast raunsannar upplýsingar um leigumarkaðinn á Íslandi. Skráningarskyldan er grundvallaratriði þegar kemur að því að taka upplýstar ákvarðanir um málaflokkinn.

Frumvarpið felur einnig í sér breytingu á tekjuskattslögum þannig að sú skattaívilnun sem einstaklingar nutu vegna útleigu verður háð því að leigusamningurinn hafi verið skráður í leiguskrá HMS.

Föst leiga fyrstu tólf mán­uð­ina og auk­in upp­lýs­inga­öfl­un

Leigufjárhæð tímabundinna samninga getur ekki tekið breytingum ef samningur er gerður til skemmri tíma. Óheimilt verður því að semja um að leigufjárhæð tímabundinna samninga taki breytingum fyrstu tólf mánuði samningsins. Þetta þýðir að leiguverð breytist ekki vegna vísitöluhækkana eða annarra forsendna fyrr en að tólf mánuðum liðnum. Samningar sem eru til skemmri tíma en það haldaþví  sömu leigufjárhæð allan samningstímann.

Leigusamningar í leiguskrá HMS verða ekki lengur undanþegnir upplýsingarétti almennings sem er liður í að auka gagnsæi varðandi leigumarkaðinn á Íslandi. Eftir sem áður verða einstakir húsaleigusamningar þó ekki aðgengilegir nema vegna lögmætra ástæðna.

Nánari upplýsingar um skráningu húsaleigusamninga um íbúðarhúsnæði í leiguskrá HMS er að finna á island.is.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS