5. júní 2024

Möguleg hætta á raflosti af völdum hleðslutækja fyrir hljóðblandara frá Yamaha

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS vekur athygli á innköllun Yamaha á hleðslutækjum af gerðinni Yamaha PA-10 sem seldir hafa verið með hljóðblöndurum af gerðunum MG10, MG10X, MG10XU, MG10XUF og MG12XUK og/eða sem aukahlutur. Samkvæmt Yamaha geta sprungur myndast í hleðslutækinu og valdið hættu á raflosti, auk þess sem reykur getur stafað frá því.

Á mynd hér að neðan má sjá umrædda hljóðblandara, en innköllunin nær til hleðslutækja með tilteknum númerum sem finna má á þeim.

Þekktir söluaðilar hljóðblandaranna og hleðslutækjanna sem þeim fylgja eru Origo og Hljóðfærahúsið, en mögulega gætu þessi hleðslutæki hafa borist hingað til lands eftir öðrum leiðum.

HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi búnaðar að hætta noktun hans þegar í stað og hafa samband við framleiðanda eða söluaðila. Sjá má frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun Yamaha.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS