4. desember 2024
28. nóvember 2024
Minna keypt af atvinnuhúsnæði í október
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Velta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði dróst saman um 23 prósent milli mánaða í október
- Þrátt fyrir minni umsvif milli mánaða er veltan um atvinnuhúsnæði meiri en á sama tíma í fyrra
- Mesti samdrátturinn er utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem kaupverð atvinnuhúsnæðis lækkaði um tæpan helming á milli mánaða
Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 8,28 milljörðum króna í október, sem er 23 prósentum minni en velta septembermánaðar. Hins vegar hækkar velta um 29 prósent á milli októbermánaða 2023 og 2024 á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í mánaðarlegum tölum HMS um veltu með atvinnuhúsnæði, sem nálgast má hér að neðan.
Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði
Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði
Þinglýstir kaupsamningar um atvinnuhúsnæði voru alls 101 talsins í október um allt land, þar sem 59 samningar voru þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu og 42 samningar þinglýstir á landsbyggðinni. Fjöldi kaupsamninga í október er álíka mikill og hefur verið síðustu tvö ár, en á því tímabili hafa að meðaltali 98 samningum verið þinglýstir um allt land í hverjum mánuði.
Mánaðarlegur fjöldi kaupsamninga um atvinnuhúsnæði 2020-2024
Á myndinni hér að ofan má sjá mánaðartölur yfir fjölda kaupsamninga um atvinnuhúsnæði á landinu öllu, höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu frá ársbyrjun 2020.
Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis hækkar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir minni veltu milli mánaða
Velta með atvinnuhúsnæði nam 6,7 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu og 1,5 milljörðum króna á landsbyggðinni í október. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var því 114 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu, sem er 10 prósent hærra en í september á föstu verðlagi. Hins vegar lækkaði meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis á landsbyggðinni um 47 prósent á milli mánaða í október.
Hægt er að nálgast mánaðarlegar tölur um fjölda kaupsamninga á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði sem og öðru húsnæði eftir sveitarfélögum, landshlutum og fjölda kaupenda í kaupverðsjá HMS með því að smella á þennan hlekk. Þar er hægt að skoða upplýsingar um kaupsamninga eftir byggingarári, fermetrafjölda, tegund og staðsetningu fasteigna.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS