2. apríl 2025

Margar íbúðir í Reykjavík og Reykjanesbæ eru í eigu lögaðila

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Nýtt mælaborð um eignarhald íbúða er nú aðgengilegt á vef HMS, en þar eru upplýsingar um íbúðir í eigu einstaklinga og lögaðila eftir sveitarfélögum
  • Stærstur hluti íbúða í landinu er í eigu einstaklinga en hlutdeild þeirra hefur farið lækkandi á síðustu tveimur áratugum
  • Reykjavík og Reykjanesbær hafa að geyma fleiri íbúðir í eigu lögaðila en önnur sveitarfélög landsins, að undanskilinni Grindavík

HMS hefur birt nýtt mælaborð um eignarhald íbúða þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um eignarhald á íbúðastofni landsins frá árinu 2005 eftir sveitarfélögum. Gögnin sýna bæði fjölda og hlutfall íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila eftir eignarfjölda.

Mælaborð um eignarhald íbúða

Mælaborðið sýnir að stærstur hluti íbúða í landinu er í eigu einstaklinga, en á síðustu 10 árum hefur hlutdeild þeirra lækkað, eða úr 83 prósentum árið 2015 niður í 81 prósent árið 2025. Á sama tíma hefur hlutfall íbúða í eigu lögaðila hækkað úr 17 prósentum í 19 prósent.

Hlutfall íbúða í eigu lögaðila er hæst í Reykjavík á meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru um 21 prósent íbúða í eigu lögaðila, en 16 prósent af þeim eru í eigu lögaðila sem eiga 10 eða fleiri íbúðir á landsvísu. Hlutdeild lögaðila á íbúðamarkaði hefur rúmlega tvöfaldast í Reykjavík frá árinu 2005, en þá voru einungis 10 prósent íbúða í eigu þeirra.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er hlutfall íbúða í eigu lögaðila hæst í Reykjanesbæ og Vogum, að undanskilinni Grindavík. Í Reykjanesbæ eru um 27 prósent íbúða í eigu lögaðila og 25 prósent í Vogum. Í Vogum hefur hlutfall íbúða í eigu lögaðila hækkað hratt, en hlutfallið var um 12 prósent ári 2021. Í Reykjanesbæ hefur hlutfallið hins vegar lækkað, en árið 2015 var 41 prósent íbúða í bænum í eigu lögaðila.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS