Eign­ar­hald íbúða

Eign­ar­hald íbúða

Á mælaborðinu má sjá yfirlit yfir eignarhald íbúða á landinu öllu eða eftir sveitarfélögum. Mælaborðið sýnir bæði fjölda og hlutfall íbúða í eigu einstaklinga og lögaðila eftir eignarfjölda: 

  • 1 íbúð 
  • 2-4 íbúðir 
  • 5-9 íbúðir 
  • 10 eða fleiri íbúðir 

Gögnin taka mið af íbúðum sem eru fullbúnar, það er á matsstigi 7 eða 8. Hvert ár táknar stöðuna við áramót, nema fyrir núverandi ár, sem sýnir stöðuna við síðustu mánaðamót. 

Hver íbúð er skráð á einn aðaleiganda sem ákvarðar í hvaða eignaflokk hún fellur. Aðaleigandi er sá sem á stærri hlut í eigninni, en ef eignarhlutföll eru jöfn (50/50) ræður sá sem á fleiri íbúðir og ef það er einnig jafnt telst íbúðin í eigu lögaðila fram yfir einstakling. 

Sé aðaleigandi íbúðar jafnframt eigandi 2 til 4 íbúða þá telst íbúðin í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga 2-4 íbúðir 

  • Dæmi: Ef aðaleigandi á eignir í mörgum sveitarfélögum, til dæmis eina í Reykjavík og tvær á Akureyri, teljast allar þessar þrjár íbúðir í eigu aðila sem á 2-4 íbúðir 
  • Eignarflokkunin tekur því mið af heildarfjölda eigna á landsvísu hjá hverjum og einum, ekki í hverju sveitarfélagi 

Notk­un­ar­leið­bein­ing­ar

  • Hægt er að velja mörg sveitarfélög með því að halda inni Ctrl takkanum (Command á Mac) og velja sveitarfélög.
  • Til þess að sjá breytingar milli ára er hægt að smella á það ártal sem óskað er eftir. 
  • Til þess að hala niður gögnunum á bak við mælaborðið þarf að smella á grafið og velja punktana þrjá efst í hægra horninu og smella á „Export data“ og síðan smella á „Export“.