16. janúar 2020

Mánaðarskýrsla janúar 2020

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fasteignamarkaður stendur í stað og merki um minnkandi umsvif á byggingarmarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS.

Fasteignamarkaður stendur í stað og merki um minnkandi umsvif á byggingarmarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu HMS.

Fasteignamarkaður

Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár um þinglýsingar á árinu 2019 var meðalviðskiptaverð með íbúðarhúsnæði á Íslandi árið 2019 um 46 m.kr. samanborið við 44 m.kr. árið 2018. Fjöldi þinglýsinga stóð nokkurn veginn í stað á flestum svæðum landsins. Hins vegar ef skoðaður er fjöldi kaupsamninga um stakar íbúðir sem gefnir voru út á árinu 2019 dróst hann saman um 4% á fyrstu 11 mánuðum ársins 2019 miðað við sama tímabil árið áður. Þar af nam samdrátturinn um 6% á höfuðborgarsvæðinu en jókst fjöldinn um 1% í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Veltan á bakvið þessi viðskipti með stakar eignir stóð  í stað á landinu öllu, dróst saman um 2% á höfuðborgarsvæðinu, jókst um 7% í nágrannasveitarfélögum og um 5% á öðrum svæðum landsins.

Lánamarkaður

Nóvember 2019 var næst stærsti mánuður þegar kemur að hreinum nýjum útlánum, eins langt aftur og tölur Seðlabanka Íslands ná eða frá byrjun árs 2013. Hrein ný útlán fyrstu 11 mánuði 2019 eru þegar orðin meiri en á sama tímabili árið áður. Aukningin nemur 4,2%.

Bilið milli lægstu vaxtakjara bankakerfisins og lífeyrissjóða hefur haldið áfram að breikka á síðari hluta síðasta árs.

Leigumarkaður

Verulega hefur dregið úr því að leigjendur séu eftir á í greiðslu á leigu en árið 2018 mældist hlutfallið 5,3% samanborið við 14% árið 2013. Hlutfall eigenda í vanskilum hefur einnig snarlækkað yfir sama tímabil. Hlutfall ráðstöfunartekna sem heimili á leigumarkaði sem og eigendur verja í húsnæðiskostnað hefur lítið breyst miðað við miðgildi miðað við tölur ársins 2018.

Byggingamarkaður

Innflutningsmagn byggingarhráefna hefur minnkað miðað við metna leitni og árstíðaleiðréttar tölur. Fjöldi launþega í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fækkar sömuleiðis og er nú á svipuðu róli og fyrri hluta árs 2018. Heildarfjöldi skoðana byggingarkrana hefur fækkað um 26% milli ára 2018 og 2019, sem er í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem skoðunum fækkar milli ára. Allt þetta bendir til minnkandi umsvifa á byggingarmarkaði, sem eru þó enn mikil í sögulegu samhengi en ættu að teljast eðlileg þróun í ljósi mikils vaxtar undanfarinna ára og þeirrar efnahagsóvissu sem ríkir um þessar mundir.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS