20. maí 2021

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir maí

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Nýtt met í fjölda kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisinsFjöldi seldra íbúða hefur sjaldan verið meiri en í mars síðastliðnum þar sem voru 1.300 útgefnir kaupsamningar. Þetta er áttundi mánuðurinn í röð sem þeir eru mun fleiri en tíðkast að jafnaði. Kaupsamningar á landinu öllu á undanförnum 12 mánuðum eru nú fleiri en á nokkru öðru 12 mánaða tímabili frá upphafi mælinga árið 2002. Á höfuðborgarsvæðinu hefur annar eins fjöldi kaupsamninga ekki sést síðan í mars 2007 en þeir voru rúmlega 800. Á sama tíma voru kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 260 talsins sem er meiri fjöldi en áður hefur mælst. Annars staðar á landinu voru kaupsamningar 230 talsins, sem er einum samningi fleiri en fyrra met sem var sett í maí 2007.

Nýtt met í fjölda kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisinsFjöldi seldra íbúða hefur sjaldan verið meiri en í mars síðastliðnum þar sem voru 1.300 útgefnir kaupsamningar. Þetta er áttundi mánuðurinn í röð sem þeir eru mun fleiri en tíðkast að jafnaði. Kaupsamningar á landinu öllu á undanförnum 12 mánuðum eru nú fleiri en á nokkru öðru 12 mánaða tímabili frá upphafi mælinga árið 2002. Á höfuðborgarsvæðinu hefur annar eins fjöldi kaupsamninga ekki sést síðan í mars 2007 en þeir voru rúmlega 800. Á sama tíma voru kaupsamningar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um 260 talsins sem er meiri fjöldi en áður hefur mælst. Annars staðar á landinu voru kaupsamningar 230 talsins, sem er einum samningi fleiri en fyrra met sem var sett í maí 2007.

Meðalsölutími íbúða aldrei verið styttriMeðalsölutími íbúða hefur dregist verulega saman seinustu mánuði á höfuðborgarsvæðinu en hann var í mars um 38 dagar og hefur al¬drei mælst styttri. Sölutími íbúða í fjölbýli var 37 dagar og 40 dagar fyrir sérbýli. Á landsbyggðinni var sölutíminn að jafnaði 74 dagar og hefur verið nokkuð stöðugur frá því í september í fyrra.

Sífellt fleiri íbúðir seljast yfir ásettu verðiEnn virðist vera talsverður eftirspurnarþrýstingur á fasteignamarkaði. Á landinu öllu seldust um 25% af öllum íbúðum yfir ásettu verði samanborið við 28% í síðasta mánuði en þetta er þó aðeins annar mánuðurinn síðan 2017 sem yfir 20% íbúða seljast yfir ásettu verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 30% íbúða í fjölbýli yfir ásettu verði og um 31% íbúða í einbýli, sé miðað við þriggja mánaða meðaltal. Á landsbyggðinni seldust um 6% íbúða í fjölbýli.

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar á milli áraÍ mars mátti greina fjölgun þinglýsinga leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu en fjölgaði þeim talsvert meira og voru mun fleiri en í sama mánuði undanfarin ár. Tólf mánaða breyting vísitölu HMS fyrir leiguverð mælist -3,3% á höfuðborgarsvæðinu í mars þrátt fyrir að vísitalan hækki um tæp 0,3% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins lækkar hins vegar um 0,5% á milli febrúar og mars og mælist nú um 1,1% hækkun miðað við sama mánuð í fyrra.Fjöldi þinglýstra leigusamninga hækkaði talsvert á milli mánaða og er óvenju mikill á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma. Annars staðar á landinu er fjöldi leigusamninga hins vegar í takt við það sem búast mætti við miðað við árstíma

Seðlabankinn byrjaður að stíga á bremsunaHrein ný útlán bankanna til heimilanna með veði í fasteign jukust um 15,1% á milli mánaða í febrúar og mars, eftir nokkra lækkun í hverjum mánuði eftir að hafa verið í hápunkti í október. Hlutdeild óverðtryggðra lána af heildaríbúðalánum heimilanna heldur áfram að stækka. Í mars nam hlutfallið 44,7% en fyrir aðeins ári síðan var það 27,6%. Meðal annars vegna mikilla umsvifa á fasteignamarkaði hefur Seðlabankinn nú hækkað stýrivexti í 1% og er það í fyrsta sinn frá því haustið 2018 sem stýrivextir hækka. Hækkandi hlutfall óverðtryggðra lána getur stuðlað að bættri miðlun peningastefnunnar og orðið til þess að stýrivextir hækki minna en ella.

 

 

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS