23. janúar 2025
23. janúar 2025
Mánaðarskýrsla HMS janúar 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Mánaðarskýrsla HMS fyrir janúar 2025 er komin út, en hana má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fasteignamarkaðurinn var enn líflegur þrátt fyrir minni virkni, en tæplega 900 samingar voru þinglýstir. Á byggingarmarkaði voru yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun í fyrra og voru þær tæplega 400 fleiri en talning HMS á íbúðum í byggingu gerði ráð fyrir.
Mánaðarskýrslu HMS má nálgast hér
Myndir að baki mánaðarskýrslunni má nálgast hér
Stór hluti íbúða án skráðs lögheimilis nýttur sem orlofshús
Fasteignamarkaðurinn var enn líflegur í nóvember þrátt fyrir minni virkni, en tæplega 900 þinglýstir samningar voru gerðir í mánuðinum samanborið við tæplega 950 samninga í október.
Kaupþrýstingur er enn mikill á fasteignamarkaði þrátt fyrir að margar íbúðir séu til sölu. Alls seldust 15,5 prósent íbúða yfir ásettu verði í nóvember en hlutfallið var í kringum 10 prósent árið 2019 þegar framboð íbúða var álíka og nú.
Í skýrslunni eru birtar fyrstu niðurstöður um nýtingu íbúða sem engar upplýsingar liggja fyrir um fasta búsetu frá fjórum af þeim 25 sveitarfélögum sem hafa hafið samstarf við HMS um yfirlit yfir nýtingu íbúða. Niðurstöðurnar benda til þess að stór hluti íbúða án skráðs lögheimilis er nýttur sem orlofshús eða í skammtímaleigu.
Heildargreiðslur húsnæðisbóta um 10 milljarðar í fyrra
Á leigumarkaði býr fimmti hver leigjandi í hverfi eða á þeim stað sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Hlutfallið er 30 prósent meðal leigjenda með tvö eða fleiri börn á framfærslu en um 7 prósent meðal húseigenda. Gefa þessar niðurstöður til kynna að framboð á hentugu leiguhúsnæði sé mun takmarkaðra en framboð á húsnæði til eignar þessi misserin.
Tæpur helmingur leigjenda telur líklegt að þau skipti um húsnæði á næstu 12 mánuðum. Meðallengd þeirra 12.236 tímabundnu samninga sem skráðir voru í Leiguskrá í fyrra er 13 mánuðir.
Vaxtamunur milli óverðtryggðra og verðtryggðra lána minnkar
Á lánamarkaði hefur munur á vaxtakjörum óverðtryggðra og verðtryggðra lána minnkað eftir hækkun verðtryggðra vaxta samhliða lægri óverðtryggðum vöxtum sem kann að vera ein skýring á hægari uppgreiðslum óverðtryggðra lána. Samtals voru greidd upp óverðtryggð lán að fjárhæð 11 milljörðum króna í nóvember en uppgreiðslur slíkra lána námu á bilinu 14 til 20 milljarða sex mánuðina þar á undan.
Nýjar fullbúnar íbúðir á árinu 2024 yfir 3.400 talsins
Á byggingarmarkaði voru yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun í fyrra og voru þær fleiri tæplega 400 fleiri en spáð var í talningu HMS á íbúðum í byggingu. Mismunurinn á spám HMS og rauntölum er vegna hraðari framvindu fjölda íbúða á seinni byggingarstigum en HMS gerði ráð fyrir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS