20. febrúar 2025

Mánaðarskýrsla HMS febrúar 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Mánaðarskýrsla HMS fyrir febrúar 2025 er komin út, en hana má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fasteignamarkaðurinn róaðist í desember, en kaupsamningum fækkaði um rúm 6% frá því í nóvember. Á lánamarkaði hafa óverðtryggðir vextir lækkað eftir hávaxtatímabil samhliða lækkandi stýrivöxtum, á sama tíma hafa vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækkað.

Mánaðarskýrslu HMS má nálgast hér

Myndir að baki mánaðarskýrslunni má nálgast hér

Ró­legri fast­eigna­mark­að­ur en vís­bend­ing­ar um við­snún­ing í jan­ú­ar

Fasteignamarkaðurinn róaðist í desember, en kaupsamningum fækkaði um rúm 6% frá því í nóvember. Birgðatími húsnæðis og mæling á samningsstöðu seljenda bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé hvorki á valdi kaupenda né seljenda þessa stundina.

Hins vegar var töluverð virkni á fasteignamarkaði á síðasta ársfjórðungi 2024 ef tillit er tekið til efnahagsaðstæðna. Kaupsamningar voru álíka margir á ársfjórðungnum og þeir voru á sama tíma ári fyrr, þrátt fyrir miklar hækkanir á fasteignaverði og hærri vexti á verðtryggðum lánum. Sömuleiðis eru merki um viðsnúning í byrjun þessa árs, þar sem ekki hafa verið teknar fleiri íbúðir af sölu í janúarmánuði síðan í ársbyrjun 2021.

Leigu­skrá van­tel­ur leigu­samn­inga sem eru gerð­ir af ætt­ingj­um og vin­um

Á leigumarkaði býr hærra hlutfall í foreldrahúsum á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 samkvæmt nýrri búsetumælingu sem framkvæmd var fyrir HMS.

Meðalleiga í leiguverðsjá HMS gæti verið lítillega ofmetin, þar sem flestir leigusamningar sem gerðir eru af ættingjum og vinum eru ekki skráðir í verðsjánni. Ríkisstjórnin hyggst koma á skráningarskyldu leigusamninga, sem myndi bæta upplýsingagjöf um leigumarkaðinn.

Óverð­tryggð­ir vext­ir fara lækk­andi eft­ir há­vaxta­tíma­bil

Á lánamarkaði hafa óverðtryggðir vextir lækkað eftir hávaxtatímabil samhliða lækkandi stýrivöxtum. Á sama tíma hafa vextir á verðtryggðum húsnæðislánum hækkað, þar sem stýrivextir hafa ekki lækkað í takt við minnkandi verðbólgu.

Vaxtaendurskoðunar er að vænta í ár af 272 milljarða króna* útlánum sem bera fasta óverðtryggða vexti, en það jafngildir 10% af íbúðalánum allra heimila. HMS telur þessa vaxtaendurskoðun munu ná til 9 til 10 þúsund heimila. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána næstu misseri mun ráðast af getu heimila til að ráða við aukna greiðslubyrði af nafnvaxtalánum.

Skipu­lags­mál, hátt vaxta­stig og sam­skipti við sveit­ar­fé­lög­in helstu áskor­an­ir bygg­ing­ar­að­ila

Á byggingarmarkaði komu 387 nýbyggðar íbúðir inn á markað á landinu öllu í janúar, og eru þær mun fleiri en á sama tíma í fyrra. Rúmur helmingur nýrra íbúða eru í Reykjavík og Hafnarfirði. HMS mun uppfæra spá sína um fjölda fullbúinna íbúða árin 2025 og 2026 í næsta mánuði út frá nýrri talningu stofnunarinnar á íbúðum í byggingu.

Uppfært 11:12 : Miðað við nýjustu upplýsingar og stöðu útistandandi óverðtryggra íbúðalána á föstum vöxtum 31.10.2024 var andvirði þeirra uppfært úr 277 milljörðum króna í 272 milljarða króna

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS