23. maí 2024

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir maí 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Mánaðarskýrsla HMS fyrir maí 2024 er komin út, en hana má nálgast með því að smella á hnappinn fyrir neðan. Í skýrslunni kemur fram að mikil virkni mælist á fasteignamarkaði, þar sem veltan er mikil og hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði en áður. Einnig eru vísbendingar um að þrýstingur sé aukast á leigumarkaði, þar sem framboð leiguíbúða virðist ekki hafa aukist í takt við eftirspurn á síðustu mánuðum.

Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér

Kaup­samn­ing­um fjölg­ar í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Fasteignamarkaðurinn var líflegur í mars, annan mánuðinn í röð. Kaupsamningar í mánuðinum voru 1.122 en 1.000 í febrúar. Kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru 2.673 talsins, eða 29% fleiri en á sama tíma í fyrra. Áberandi er fjölgun þeirra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst þar í ár samanborið við 2023.

Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%.

Fasteignafélagið Þórkatla hefur yfirfarið og samþykkt kaup á 660 húseignum í Grindavík eða um 85% allra umsókna sem borist hafa. Búið er að undirrita og þinglýsa 471 kaupsamningi

Þre­föld eft­ir­spurn eft­ir leigu­hús­næði mið­að við fram­boð

Leigumarkaðurinn ber merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar. Tölur af leiguvefnum myigloo.is sýna að mun fleiri einstaklingar eru í virkri leit heldur en þær íbúðir sem eru til leigu á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024 sem bendir til að framboð leiguíbúða sé af skornum skammti. Í apríl sl. sendu 67% fleiri einstaklingar inn umsókn um a.m.k. eina íbúð en á sama tíma í fyrra.

Miðað við óskir notenda má áætla að hægt væri að gera milli 1.500 og 2.000 leigusamninga í gegnum vefinn. Leiguskrá HMS sýnir hins vegar að einungis um 500-800 leigusamningar taka gildi í gegnum vefinn í hverjum mánuði, sem bendir til þess að eftirspurn eftir leiguhúsnæði á auglýstu leiguverði sé meira en framboð.

Fast­vaxta­lán koma til end­ur­skoð­un­ar í sum­ar

Á lánamarkaði hefur dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána síðustu mánuði.  Hafa ber þó hugfast að vaxtaendurskoðun er væntanleg hjá mörgum heimilum. Alls eru 198 ma. kr. af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum sem koma til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag.

Bygg­ing­ar­að­il­ar fara í önn­ur verk­efni en upp­bygg­ingu íbúða

Byggingarmarkaðurinn og fyrirtæki á þeim markaði eru í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Enga niðursveiflu má greina í umsvifum á byggingarmarkaði, þótt talningar HMS bendi til þess að uppbygging íbúða dragist saman á milli ára. Störfum í greininni fjölgar á milli ára, auk þess sem hlutfallslega er eftirspurn mest eftir starfsfólki á meðal rekstraraðila í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í geiranum eru 1.200 störf laus og hlutfall lausra starfa 6,5%.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS