30. apríl 2020

LSR býður lengsta greiðsluhléið vegna COVID-19

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Flestir lánveitendur annast þinglýsingu fyrir fólk

  • Flestir lánveitendur annast þinglýsingu fyrir fólk
  • HMS brýnir fyrir fólki að taka eingöngu greiðsluhlé ef nauðsyn krefur

LSR býður upp á lengsta greiðsluhlé allra lánastofnana vegna COVID-19, allt að 12 mánuði, samkvæmt samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á aðgerðum mismunandi lánastofnana í þágu fasteignareigenda. Misjafnt er eftir lánastofnunum hvernig hléið virkar. Flestar lánastofnanir bjóða viðskiptavinum sínum að taka allt að sex mánaða hlé frá afborgunum af húsnæðislánum.

HMS vill benda fólki á að hugsa málið vel og nýta sér eingöngu þetta úrræði ef brýna nauðsyn krefur. Að taka greiðsluhlé er ekki án kostnaðar fyrir lántaka. Á meðan hléinu stendur leggjast afborganir og vextir íbúðalána á höfuðstólinn sem leiðir til hækkunar lánsins. Afborganir lánsins hækka því lítillega eftir að hléinu lýkur og heildarendurgreiðslan verður einnig nokkru hærri. Misjafnt er hvort lánstíminn lengist sem nemur lengd greiðsluhlésins eða hvort gert sé ráð fyrir að lánið sé greitt upp á áætluðum tíma.

Flestir lánveitendur bjóða upp á að koma gögnum til þinglýsingar en ekki allirSkila þarf ýmsum gögnum til að ganga frá greiðsluhléi við lánveitanda. Samkomulaginu þarf til að mynda að þinglýsa. Í langflestum tilvikum sjá lánastofnanirnar sjálfar um að koma gögnum í þinglýsingu til sýslumanns en þeir sem óska eftir greiðsluhléi hjá LSR, Festu og Lífsverki þurfa að sjá sjálfir um þennan þátt í ferlinu. Hefur sýslumaður nýverið mælst til þess að gögnin séu send með bréfpósti, til þess að fækka heimsóknum á skrifstofu hans og draga úr smithættu.

Þá leyfa allar lánastofnanir nema ein að borgað sé inn á íbúðalánið meðan á greiðsluhléi stendur, eigi viðkomandi þess kost. Hjá Birtu lífeyrissjóði má aðeins ráðstafa séreign skv. úrræði stjórnvalda á frystingartímabilinu, en aðrar innborganir þurfa að bíða þar til greiðsluhléinu lýkur.

Hér má sjá samantekt HMS á úrræðum fyrir fasteignaeigendur vegna COVID19

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS