22. janúar 2025
13. febrúar 2024
Leiguverð nálægt höfuðborginni var hæst í Reykjanesbæ
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ í fyrra, en þar var hún um 6 prósentum hærri en á Selfossi. Þetta má lesa úr gögnum úr leiguskrá HMS.
Leiguskráin er hluti af húsnæðisgrunni HMS sem heldur utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.
Samkvæmt leiguskránni var algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins frá 2.400 kr. upp í 3.000 kr., en meðalleigufjárhæð þar var á bilinu 197-250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar.
Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar.
Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi
Annars staðar á landinu var meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis var 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi var algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð var frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing var um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri voru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík innihélt fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það var 101 Reykjavík.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS