18. febrúar 2021

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Samkvæmt nýjum gögnum frá Þjóðskrá heldur leiguverð áfram að lækka á höfuðborgarsvæðinu en 12 mánaða breyting á vísitölu leiguverðs lækkaði annan mánuðinn í röð. Í desember var örlítil lækkun á vísitölunni milli ára en í janúar var töluverð lækkun eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Samkvæmt nýjum gögnum frá Þjóðskrá heldur leiguverð áfram að lækka á höfuðborgarsvæðinu en 12 mánaða breyting á vísitölu leiguverðs lækkaði annan mánuðinn í röð. Í desember var örlítil lækkun á vísitölunni milli ára en í janúar var töluverð lækkun eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Hækkunartakturinn, þ.e. 12 mánaða breyting vísitölunnar, lækkaði mikið frá janúar 2020 og fram í maí þegar hann fór að taka aðeins við sér á ný. Í júlí fór takturinn að lækka aftur og hefur verið á niðurleið síðan þá, að smávægilegri hækkun milli október og nóvember undantalinni.

Þetta er einungis í þriðja skipti sem við höfum séð lækkun á 12 mánaða breytingunni, eins langt og gögn ná til eða ársins 2011, og gerðist það fyrst í maí 2020 þegar breytingin var -0,15% svo aftur í desember þegar hún nam -0,05% en nú í janúar er mun meiri lækkun eða -1,9%.

Leiguvísitala HMS

Vísitala HMS fyrir leiguverð styðst við svipaða aðferðafræði og vísitala Þjóðskrár en hún er reiknuð bæði fyrir allt landið og landshluta en ekki einungis höfuðborgarsvæðið. Þróun á vísitölu HMS á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög svipuð og þróun vísitölu Þjóðskrár en hún hefur hins vegar verið að lækka undanfarna fjóra mánuði, þó eru ekki öll gögn komin fyrir janúar en þrátt fyrir það stefnir í töluverða lækkun þar eins og myndin hér að neðan sýnir.

Þróunin fyrir landsbyggðina hefur verið með svipuðu móti og á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur 12 mánaða breytingin verið á hraðri niðurleið frá árinu 2018 en með nokkrum sveiflum. Sömu þróun má greina þar og á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún tók við sér milli maí og júní í fyrra en hefur verið á niðurleið síðan þá. Ekki hefur komið til lækkunar leiguverðs miðað við 12 mánaða breytingu líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar á landsbyggðinni höfum við séð meiri sveiflur en á höfuðborgarsvæðinu en frá því í júní í fyrra hefur 12 mánaða breytingin verið á niðurleið og frá því í september hefur nánast samfellt mælst lækkun á því svæði.

 

Myndir í fréttinni má nálgast hér - svg

Myndir í fréttinni má nálgast hér - jpg 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS