3. september 2025

LCA-krafa tók gildi 1. september 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Framþróun í sjálfbærri mannvirkjagerð á Íslandi

Helstu atriði:

  • Krafa um skil á lífsferilsgreiningu (LCA) fyrir nýbyggingar tekur gildi 1. september 2025.
  • Skil við umsókn um byggingarleyfi, en ekki við lokaúttekt að sinni.
  • Markmiðið er að styðja fagaðila við að tileinka sér aðferðafræðina áður en tvíþætt skil verða tekin upp síðar.
  • Nálgunin er í samræmi við áherslur á Norðurlöndum, þar sem lögð er áhersla á gæði gagna á hönnunarstigi og stigvaxandi innleiðingu losunarviðmiða.

 

Frá og með 1. september 2025 tekur gildi krafa um skil á lífsferilsgreiningu (LCA) fyrir nýbyggingar sem hluti af byggingarreglugerðinni. Með þessu stígur íslenskur byggingariðnaður stórt skref í átt að sjálfbærari framtíð og í samræmi við markmið verkefnisins Byggjum grænni framtíð (Byggjum grænni framtíð - Byggjum Grænni Framtíð) um að draga úr losun um 43% fyrir árið 2030.

Lífsferilsgreiningar gera kleift að meta heildarumhverfisáhrif bygginga, allt frá hráefnisöflun til niðurrifs. Með samræmdri aðferðafræði verða niðurstöður samanburðarhæfar og skapa grundvöll fyrir næstu skref, m.a. að leggja grunn að innleiðingu losunarviðmiða og takmörkun á losun.

Í kjölfar reynslu á aðlögunartímabilinu, sem hófst í mars 2024, hefur verið ákveðið að einfalda innleiðinguna. Það felur í sér að skil á LCA verður krafist við umsókn um byggingarleyfi, en ekki við lokaúttekt eins og áður var gert ráð fyrir. Með þessu fá fagaðilar svigrúm til að tileinka sér aðferðafræðina á hönnunarstigi og byggja upp færni áður en tvíþætt skil verða tekin upp síðar.

Þessi nálgun er í samræmi við áherslur á Norðurlöndum, þar sem lögð er sérstök áhersla á gæði gagna á hönnunarstigi og stigvaxandi innleiðingu losunarviðmiða. Með þessu er tryggð markvissari og raunhæfari innleiðing án þess að draga úr gæðum greininganna eða markmiðum reglugerðarinnar.

HMS hefur sett upp sérstaka skilagátt(Skilagátt LCA | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun)  þar sem niðurstöður eru skráðar og fylgigögn afhent. Á vef HMS (Lífsferilsgreining (LCA) | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun) er jafnframt að finna ítarlegar leiðbeiningar, íslensk meðaltalsgildi og gagnleg ráð sem styðja fagaðila í útreikningum og hönnunarvinnu.

Innleiðing LCA markar tímamót í íslenskri mannvirkjagerð, hún gerir losun sýnilega, auðveldar upplýstar ákvarðanir og stuðlar að umhverfisvænni byggingum framtíðarinnar.

 

Sjá frétt á vef Stjórnaráðsins Stjórnarráðið | Einföldun á kröfum um lífsferilsgreiningar bygginga

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS