17. janúar 2025
8. mars 2024
Langflestar nýjar íbúðalóðir á Akureyri í janúar og febrúar
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Alls voru 100 íbúðahúsalóðir nýskráðar í janúar og febrúar, en þar af voru 68 lóðir nýskráðar á Akureyri. Þetta kemur fram í upplýsingum fasteignaskrá.
Samkvæmt fasteignaskrá komst ekkert annað sveitarfélag nálægt Akureyri í nýskráningum íbúðahúsalóða. Næst mest var fjölgunin í Hveragerði, þar sem 12 nýjar íbúðahúsalóðir voru skráðar, en sveitarfélögin Ölfus og Árborg bættu svo hvort við sig tveimur nýjum íbúðahúsalóðum.
Lóðum fyrir sumarbústaði fjölgaði einnig um 38 á fyrstu tveimur mánuðum ársins, en þar af voru 24 í Grímsnes- og Grafningshreppi og 5 í Bláskógabyggð. Lóðum fyrir atvinnuhúsnæði fjölgaði um 56, en þar af var fjölgunin mest á Blönduósi og í Garðabæ, þar sem þeim hvort sveitarfélagið bætti við sig 5 nýjum lóðum.
Uppfært 2. apríl 2024. Tölurnar í fréttinni voru uppfærðar eftir að upp komst um villu í gagnasöfnun.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS