17. nóvember 2021

Íbúðaverð hækkar um 1,4% á milli mánaða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands heldur úti. Ólíkt undanförnum mánuðum þá var hækkunin í október aðalega drifin áfram af verðhækkunum á íbúðum í fjölbýli sem hækkaði um 1,6% á milli mánaða en sérbýlin hækkuðu um 0,5% á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar sem íbúðir í fjölbýli hækka meira í verði en sérbýlin.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands heldur úti. Ólíkt undanförnum mánuðum þá var hækkunin í október aðalega drifin áfram af verðhækkunum á íbúðum í fjölbýli sem hækkaði um 1,6% á milli mánaða en sérbýlin hækkuðu um 0,5% á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar sem íbúðir í fjölbýli hækka meira í verði en sérbýlin.

Á undanförnum 12 mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 17,1% á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 15,8% á meðal íbúða í fjölbýli og 21,0% á sérbýlum. Þá er íbúðaverð búið að hækka að jafnaði um 23% frá því í febrúar árið 2020 þegar að COVID19 gerði sig viðvart á Íslandi.

Eins og undanfarna mánuði þá má rekja verðhækkanirnar að mestu til gríðarlegrar eftirspurnar sem markaðurinn nær ekki að anna. Fáar íbúðir eru til sölu á meðan margir virðast vera í kauphugleiðingum. Íbúðum til sölu í fjölbýli hefur til að mynda fækkað úr rúmlega 1.800 í rúmlega 400 frá því í maí 2020, á sama tíma hefur sérbýlum fækkað úr tæplega 500 í tæplega 200 íbúðir. Íbúðaverð mun líklega halda áfram að hækka meðan umframeftirspurn er til staðar en á endanum mun hækkandi íbúðaverð ásamt vaxtahækkunum draga úr áhuga fólks til íbúðarkaupa. Því er spurning hvenær aðgerðir Seðlabankans og hækkandi verð kemur til með að draga úr eftirspurninni.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS