4. júlí 2025
17. nóvember 2021
Íbúðaverð hækkar um 1,4% á milli mánaða
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands heldur úti. Ólíkt undanförnum mánuðum þá var hækkunin í október aðalega drifin áfram af verðhækkunum á íbúðum í fjölbýli sem hækkaði um 1,6% á milli mánaða en sérbýlin hækkuðu um 0,5% á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar sem íbúðir í fjölbýli hækka meira í verði en sérbýlin.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands heldur úti. Ólíkt undanförnum mánuðum þá var hækkunin í október aðalega drifin áfram af verðhækkunum á íbúðum í fjölbýli sem hækkaði um 1,6% á milli mánaða en sérbýlin hækkuðu um 0,5% á milli mánaða. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar sem íbúðir í fjölbýli hækka meira í verði en sérbýlin.
Á undanförnum 12 mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 17,1% á höfuðborgarsvæðinu, þar af um 15,8% á meðal íbúða í fjölbýli og 21,0% á sérbýlum. Þá er íbúðaverð búið að hækka að jafnaði um 23% frá því í febrúar árið 2020 þegar að COVID19 gerði sig viðvart á Íslandi.
Eins og undanfarna mánuði þá má rekja verðhækkanirnar að mestu til gríðarlegrar eftirspurnar sem markaðurinn nær ekki að anna. Fáar íbúðir eru til sölu á meðan margir virðast vera í kauphugleiðingum. Íbúðum til sölu í fjölbýli hefur til að mynda fækkað úr rúmlega 1.800 í rúmlega 400 frá því í maí 2020, á sama tíma hefur sérbýlum fækkað úr tæplega 500 í tæplega 200 íbúðir. Íbúðaverð mun líklega halda áfram að hækka meðan umframeftirspurn er til staðar en á endanum mun hækkandi íbúðaverð ásamt vaxtahækkunum draga úr áhuga fólks til íbúðarkaupa. Því er spurning hvenær aðgerðir Seðlabankans og hækkandi verð kemur til með að draga úr eftirspurninni.