22. nóvember 2024
22. nóvember 2024
Húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga framlengdur fyrir þá sem eru í neyð
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Með nýrri lagasetningu, sem tekur gildi um áramót, verður sértækur húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga framlengdur til 31. mars 2025. Stuðningurinn er ætlaður íbúum Grindavíkur sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og þurft að leigja íbúðarhúsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga.
Hverjir eiga rétt á sértækum húsnæðisstuðningi?
Til að tryggja að stuðningurinn nýtist þeim sem raunverulega þurfa á honum að halda, þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Umsækjandi og heimilismenn voru með lögheimili eða tímabundið aðsetur í Grindavíkurbæ 10. nóvember 2023 og þurftu að yfirgefa heimili sitt samkvæmt lögum um almannavarnir
- Umsækjandi og heimilismenn búa í leiguhúsnæði og hafa þar lögheimili eða tímabundið aðsetur
- Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri
- Umsækjandi er aðili að skráðum leigusamningi í Leiguskrá HMS
- Umsækjandi og heimilismenn, 18 ára og eldri, hafa veitt samþykki sitt til upplýsingaöflunar
Mánaðarleg upphæð húsnæðisstuðningsins er reiknuð út frá fjölda heimilismanna og getur numið allt að 90 prósent af leigufjárhæðinni. Stuðningnum er ætlað að létta fjárhagslegt álag af þeim sem þurfa að leigja húsnæði vegna neyðarástandsins.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS