13. nóvember 2018

Húsnæðismarkaðurinn - Mánaðarskýrsla nóvember 2018

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Frá og með júlí á síðasta ári hefur 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu verið meiri en 12 mánaða hækkun fjölbýlis. Í september var 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu 4,4% og fjölbýlis 3,4%. Íbúðir í sérbýli eru nú svipað lengi á sölu eins og íbúðir í fjölbýli en á undanförnum árum hefur að jafnaði tekið lengri tíma að selja sérbýli en fjölbýli. Auglýstum íbúðum í fjölbýli hefur fjölgað meira en auglýstum íbúðum í sérbýli undanfarin misseri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Frá og með júlí á síðasta ári hefur 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu verið meiri en 12 mánaða hækkun fjölbýlis. Í september var 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu 4,4% og fjölbýlis 3,4%. Íbúðir í sérbýli eru nú svipað lengi á sölu eins og íbúðir í fjölbýli en á undanförnum árum hefur að jafnaði tekið lengri tíma að selja sérbýli en fjölbýli. Auglýstum íbúðum í fjölbýli hefur fjölgað meira en auglýstum íbúðum í sérbýli undanfarin misseri. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Fer­metra­verð leigu í 101 Reykja­vík um 3.000 krón­ur

Leiguverð í þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,1% milli september 2017 og sama mánaðar í ár. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði leiguverð um 12,9% á sama tímabili og um 14,5% annars staðar á landsbyggðinni. 101 Reykjavík er það póstnúmer þar sem leiguverð í þinglýstum leigusamningum er hæst eða um 3.000 krónur á fermetrann.

Rekstr­ar­tekj­ur í bygg­ing­ar­iðn­aði um 360 millj­arð­ar í fyrra

Afkoma byggingariðnaðarins hefur batnað hratt á undanförnum árum. Í fyrra voru rekstrartekjur byggingariðnaðarins orðnar svipaðar og árið 2005 á núvirði eða um 360 milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækja í byggingariðnaði fyrir fjármagnsliði var 41 milljarður króna í fyrra sem er tvöfalt meira en árið 2015. Sem hlutfall af rekstrartekjum er hagnaður fyrir fjármagnsliði nú hærri í byggingariðnaði en öðrum greinum hagkerfisins en var lægri árin 2009-2015.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS