17. nóvember 2021

Hringnum lokað - úttektir á starfsemi slökkviliða framkvæmdar á innan við ári

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Starfsmenn Brunavarnasviðs HMS hafa á árinu 2021 unnið að úttektum á starfsemi slökkviliða landsins.[1] Fyrstu úttektirnar voru framkvæmdar á Austurlandi á vormánuðum og í framhaldi hefur hver landshluti fyrir sig verið tekinn fyrir. Í byrjun nóvember var hringnum svo lokað á suðvesturhorninu og höfðu þá öll 32 slökkvilið landsins verið heimsótt á innan við ári. 

Starfsmenn Brunavarnasviðs HMS hafa á árinu 2021 unnið að úttektum á starfsemi slökkviliða landsins.[1] Fyrstu úttektirnar voru framkvæmdar á Austurlandi á vormánuðum og í framhaldi hefur hver landshluti fyrir sig verið tekinn fyrir. Í byrjun nóvember var hringnum svo lokað á suðvesturhorninu og höfðu þá öll 32 slökkvilið landsins verið heimsótt á innan við ári. 

Rekstur slökkviliða er eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Víðsvegar um landið hafa sveitarfélög sameinast um rekstur slökkviliða, ýmist með stofnun byggðasamlaga eða öðrum útfærslum. Því gefur að skilja að á hringferðinni voru heimsótt töluvert fleiri sveitarfélög heldur en slökkvilið og voru allir staðir með virkar starfsstöðvar heimsóttir, samtals 74 talsins.

Áhersla var lögð á taka út rekstur slökkviliða, húsnæði, þjálfunar- og menntunarmál slökkviliðsmanna, ástand hlífðarfatnaðar og búnaðar, ástand og aldur ökutækja ásamt stöðu eldvarnareftirlits. Þessir þættir í starfsemi slökkviliða eru ýmist bundnir í lög og reglugerðir og verða því að uppfylla ákveðnar kröfur.

Jafnt og þétt hefur verið unnið úr úttektunum og niðurstöður sendar til viðkomandi slökkviliðsstjóra og sveitarstjórnar og þeim leiðbeint um þá þætti sem þarfnast úrbóta.

Á næstunni stendur til að draga saman niðurstöður úttektanna, ásamt öðrum gögnum um stöðu slökkviliða í landinu,  og birta heildræna skýrslu um raunstöðu slökkviliða á Íslandi. Fyrirhugað er að skýrslan verði útgefin í upphafi árs 2022.

Eitt af yngstu ökutækjunum sem tekin voru út: Djúpivogur

Eitt af elstu ökutækjunum sem tekin voru út: Bolungarvík

 

 

[1] Eitt af verkefnum HMS er að vinna að samræmingu brunavarna í landinu og stuðla að samvinnu þeirra er starfa að brunavörnum skv. lög um brunavarnir nr. 75/2000. Úttektir á starfsemi slökkviliða eru því liður í daglegum verkefnum stofnunarinnar en niðurstöður slíkra úttekta eru ætlaðar til að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og slökkviliða.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS