28. mars 2025

HMS tekur þátt á málþingi um vistvænni byggingariðnað

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS tekur þátt á málþinginu Léttari í spori - vistvænni byggingariðnaður sem haldið verður í Grósku fimmtudaginn 3. apríl frá klukkan 13:00–16:00 í tengslum við HönnunarMars 2025. Á málþinginu verður fjallað um lausnir og leiðir til að draga úr vistspori mannvirkjagerðar og stuðla að sjálfbærari byggingariðnaði.

Elín Þórólfsdóttir, arkitekt MAA, umhverfis- og auðlindafræðingur og teymisstjóri hjá HMS mun fjalla um Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þann árangur sem hefur náðst og næstu skref. Hún mun einnig fara yfir hvernig lífsferilsgreiningar (LCA) eru innleiddar í byggingarreglugerð og hvaða áhrif þær hafa á byggingariðnaðinn.

Sinus Lynge, arkitekt og einn af stofnendum dönsku félagasamtakanna Reduction Roadmap mun kynna aðferðir sem miða að því að draga úr losun í mannvirkjagerð í samræmi við markmið Parísarsáttmálans.

Harpa Birgisdóttir, prófessor og sviðsstjóri sjálfbærni bygginga við Álaborgarháskóla mun segja frá rannsóknum á vistspori bygginga. Hún mun segja frá þróun hugbúnaðar sem styður við útreikninga og löggjöf, og hvaða aðgerða er þörf til að byggingar verði raunverulega sjálfbærar.

Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, með áratugareynslu úr fjölmiðlum.

Að loknum erindum verða panelumræður og opnar umræður þar sem gestir í sal fá tækifæri til þátttöku.

Málþingið er haldið að frumkvæði Arkitektafélags Íslands í samstarfi við Grænni byggð, HMS, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Samtök arkitektastofa, Samtök iðnaðarins og Visku – stéttarfélag. Málþingið er jafnframt styrkt af Starfsþróunarsetri háskólamanna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS