16. október 2025

HMS og stjórn Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi funduðu á Sauðárkróki

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þann 26. september sl. kom stjórn Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ)  saman til fundar með brunavarnarteymi HMS á Sauðárkróki. Á fundinum var lögð áhersla á framtíðarsýn slökkviliðanna og samstarf með það að markmiði að efla brunavarnir á landsvísu.

HMS hélt m.a. erindi um eftirfarandi:

  • Brunamálaskólann
  • Björnis Brunabangsa
  • Brunavörður/Framtíðarsýn
  • Nýjar útkallsskýrslur slökkviliða

 

Á fundinum var einnig rædd framtíðarsýn slökkviliðina og þá m.t.t. hvaða reglugerðarbreytingar væri þörf á að fara í til að efla starfsemi þeirra, almenn umræða um hlutverk slökkviliðina í varnar- og öryggismálum og hvernig HMS getur verið í þéttu samstarfi við slökkviliðin í landinu.  

Fundurinn gekk vel og aðilar fundarins sammála um mikilvægi þess að gott og virkt samstarf sé á milli HMS og slökkviliða í landinu.

HMS þakkar stjórn FSÍ fyrir ánægjulegan og árangursríkan fund á Sauðárkróki.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS