8. júlí 2025
18. júní 2024
HMS mælir virkni bilunarstraumsvarna í hleðslustöðvum fyrir rafbíla
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru tiltölulega ný gerð af staðalbúnaði neysluveitna. Um hleðslustöðvarnar fer mikill straumur, meiri en um flest ef ekki öll neyslutæki í íbúðum. Því er mikilvægt að hægt sé að prófa varbúnaðinn í þeim á reglubundinn hátt með stöðluðum aðferðum.
HMS hafa borist ábendingar frá skoðunarstofum og rafverktökum um að við mælingar á virkni jafnstraumsbilunarstraumsvarnar (DC-bilunarstraumsvarnar) í hleðslustöðvum komi fram mismunandi niðurstöður, jafnvel við mælingar á sömu stöðinni. HMS skoðaði þessar ábendingar og framkvæmdi mælingar á nokkrum tegundum hleðslustöðva, uppsettum í prófunaraðstöðu, með nokkrum tegundum vinsælla úttektarmæla.
Á meðal niðurstaðna á mælingum HMS er að með sumum úttektarmælum er erfitt að framkvæma réttar mælingar á virkni DC-bilunarstraumsvarnar, á þetta einkum við um eldri gerðir sem ekki hafa fengið kerfisuppfærslu (e. firmware update). Þá eiga ekki allar mælingar við eða eru nauðsynlegar fyrir prófun á virkni rafbúnaðarins.
Frekari upplýsingar um skoðun HMS má finna hér: https://hms.is/mannvirki/rafmagnsoryggi/fraedsla-um-rafmagnsoryggi/rafbilar/virkni-bilunarstraumsvarna-rafbila.
Upplýsingar um rafbíla og hleðslu þeirra má finna hér: https://hms.is/mannvirki/rafmagnsoryggi/fraedsla-um-rafmagnsoryggi/rafbilar.