26. febrúar 2024

HMS, SI, Ríkiskaup og Grænni byggð boða til vinnustofu um umhverfisskilyrði í útboðum 6. mars

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS, ásamt Ríkiskaupum, Samtökum iðnaðarins og Grænni byggð, boða til opins samtals um umhverfisskilyrði í útboðum og verksamningum hér á landi. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 6. mars kl. 14:00 og stendur hann til 15:30 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl.

Hægt er að skrá sig á vinnustofuna með því að smella á hnappinn

Hægt er að skrá sig á vinnustofuna með því að smella á hnappinn

Fundarstjóri er Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Dagskrá fundarins er sem eftir segir:

  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer yfir forsendur og markmið aðgerðar 6.4 í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð.
  • Sveinbjörn Ingi Grímsson frá Ríkiskaupum fjallar um svigrúm í opinberum innkaupum til að beita umhverfisskilyrðum innan lagalegra heimilda.
  • Áróra Árnadóttir framkvæmdastjóri Grænni byggðar fjallar um niðurstöður úr svarkönnun um notkun á umhverfisskilyrðum í útboðum og verksamningum fyrir þjónustu- og vörukaup í mannvirkjageiranum á Íslandi.
  • Ragnar Ómarsson verkefnisstjóri Verkís hf. fjallar um efni umhverfisskilyrða í norrænum fyrirmyndum og íslenskum hugmyndum.
  • Vinnustofa fer fram með opnum umræðum á vinnuborðum um forgangsröðun og áherslur í samræmdum umhverfisskilyrðum fyrir útboð og valforsendur fyrir tilboð.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS