23. desember 2024
5. október 2023
Hlutdeildarlánin tekið við sér eftir endurskoðun hámarksverða
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
555 fjölskyldur hafa nýtt sér hlutdeildarlán
Fram til þessa hafa 555 fjölskyldur fengið aðstoð og nýtt sér hlutdeildarlán frá HMS við að kaupa sitt fyrsta heimili. Í júní 2023 voru hámarksverð íbúða og tekjuviðmið umsækjanda hækkuð og úthlutunartímabilum fjölgað í 12 úr 6 áður. Segja má að þessar breytingar hafi hleypt lífi í umsóknir og afgreiðslu umhlutdeildarlána. HMS hefur veitt 102 hlutdeildarlán á árinu og þar af eru 65 lán sem er rúmlega helmingur á þriðja ársfjórðungi sem er eftir hækkun viðmiða.
Hlutdeildarlán er úrræði fyrir fyrstu kaupendur sem eru undir ákveðnum tekjumörkum. Lánin eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af HMS á að uppfylla skilyrði hlutdeildarlána m.t.t. stærðar og hámarksverða. Fyrstu kaupendur eru þeir sem ekki hafa átt fasteign áður og þeir sem ekki hafa átt fasteign sl. fimm ár.
Hlutdeildarlánum er ætlað að hjálpa tekjuminni einstaklingum og fjölskyldum í að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þeim sem geta greitt af íbúðaláni en eiga ekki fyrir útborgun án aðstoðar.
Dæmi um fjármögnun með hlutdeildarláni:
- Kaupandi leggur fram a.m.k. 5% kaupverðs í útborgun.
- Kaupandi tekur húsnæðislán fyrir 75% kaupverðs.
- HMS veitir kaupanda hlutdeildarlán fyrir allt að 20% kaupverðs.
Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni en lántaki endurgreiðir lánið þegar hann selur eignina eða við lok lánstíma. Hlutdeildarlánið er veitt til 10 ára en heimilt er að framlengja lánstímann um fimm ár í senn, mest til 25 ára alls. Hlutdeildarlánið fylgir verðbreytingu eignarinnar og hækkar því og lækkar í samræmi við hana.
Rúmlega helmingur af lánsfjárhæð utan höfuðborgarsvæðisins
Ef horft er til dreifingar á lánsfjárhæðum hlutdeildarlána eftir svæðum þá er 51% (300 lán) vegna íbúða á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins, um 43% (221 lán) eru vegna íbúða á höfuðborgarsvæðinu og um 6% (34 lán)vegna kaupa á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða.
HMS hefur fram til þessa samþykkt 178 umsóknir um hlutdeildarlán þar af eru 149 umsóknir með undirritað kauptilboð í íbúð og íbúð sem jafnframt hefur verið samþykkt af HMS að uppfylla skilyrði hlutdeildarlána. Samtals er fjárhæð þessa 178 lánsloforða um 2,2 milljarðar króna. Meirihluti lánsloforðanna er vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem nýtt hafa hlutdeildarlán á aldrinum 20-35 ára, eða 73%. Meðalaldur er 33 ár en aldursbilið nær alveg frá 19 ára aldri og upp í 78 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS