13. september 2023

Hlutdeildarlánaíbúðir í Mosfellsbæ

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, að­stoð­ar­for­stjóri Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Örn Kjærnested fram­kvæmda­stjóri Bygg­inga­fé­lags­ins Bakka.
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, að­stoð­ar­for­stjóri Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Örn Kjærnested fram­kvæmda­stjóri Bygg­inga­fé­lags­ins Bakka.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í gær 12. sept­em­ber 2023 und­ir­rit­uðu Mos­fells­bær, Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu íbúða sem upp­fylla skil­yrði um hlut­deild­ar­lán við Huldu­götu 2-4 og 6-8 í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ.

Bæj­ar­ráð Mosfellsbæjar sam­þykkti að fella burt kvöð um til­tek­inn fjölda íbúða fyr­ir 55 ára og eldri á þess­um lóð­um og auka þannig mögu­leika fyrstu kaup­enda og efnam­inni ein­stak­linga og fjöl­skyldna.

Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki skuld­bind­ur sig til að byggja all­ar 60 íbúð­irn­ar þannig að þær upp­fylli skil­yrði og reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán og einnig skuld­bind­ur fé­lag­ið sig til að selja að lág­marki 30 þeirra til ein­stak­linga sem hafa feng­ið sam­þykki fyr­ir veit­ingu láns­ins. Þá skuld­bind­ur Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un sig til að gera ráð fyr­ir út­hlut­un að lág­marki 30 hlut­deild­ar­lána á um­rædd­um lóð­um. Um er að ræða 2ja og 3ja her­bergja íbúð­ir. Með því að skapa skil­yrði fyr­ir þess­um breyt­ing­um er Mos­fells­bær að auka mögu­leika fyrstu kaup­enda og efnam­inni ein­stak­linga til að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn.

Á mynd: Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, að­stoð­ar­for­stjóri Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Örn Kjærnested fram­kvæmda­stjóri Bygg­inga­fé­lags­ins Bakka.

Reglugerð um Hlutdeildarlán

Reglugerð um Hlutdeildarlán

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS