13. október 2025

HMS styrkir eldvarnarátak LSS fyrir grunnskólabörn

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi samstarf og fjárhagslegan stuðning HMS við eldvarnarátak LSS sem fram fer í tengslum við eldvarnarviku í nóvember ár hvert.

LSS hefur staðið að Eldvarnarátakinu í yfir 30 ár en átakið nær til allra nemenda í 3. bekk grunnskóla á landinu og hefur það markmið að fræða börn um eldvarnir og kenna þeim fyrstu viðbrögð við bruna. Í tengslum við átakið heimsækja slökkviliðin börnin í skólunum, fræða þau um hvernig megi fyrirbyggja eldsvoða og hvernig best sé að bregðast við ef eldur kviknar.

Til að styðja við fræðsluna hefur LSS látið útbúa nýtt fræðsluefni um ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi bæði í formi teiknimyndar og bókar sem afhent er öllum nemendum í 3. bekk grunnskóla. Efnið miðar að því að gera fræðsluna aðgengilega, lifandi og áhugaverða fyrir börnin.

HMS styður verkefnið með árlegu framlagi næstu þrjú ár og var samkomulag þess efnis undirritað á dögunum. Undirritunin markar mikilvægt skref í áframhaldandi samstarfi HMS og LSS um að efla eldvarnarvitund barna og stuðla þannig að auknu öryggi í samfélaginu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS