31. ágúst 2023

Hleðslustöðvar frá Easee

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fyrr á árinu settu rafmagnöryggisstjórnvöld í Svíþjóð, Elsäkerhetsverket, sölubann á hleðslustöðvar fyrir rafbíla af gerðunum Easee Home og Easee Charge. Rannsókn Elsäkerhetsverket leiddi í ljós að framleiðandinn, Easee, framkvæmdi ekki samræmismat með réttum hætti, vísaði til tæknilausna sem rannsóknin sýndi að hann fór ekki að öllu leyti eftir og lagði ekki fram fullnægjandi gögn til að sýna fram á fullnægjandi öryggi þeirra tæknilausna sem hann beitti í stað þeirra sem vísað var til.

Alvarlegasta athugasemdin sem gerð var snérist um að í stað rafvélræns bilunarstraumsrofa, sem tæknilausnin sem framleiðandi vísaði til krefst, notaði framleiðandinn rafeindabúnað sem bilunarstraumsvörn en gat ekki lagt fram fullnægjandi gögn sem sýndu fram á fullnægjandi öryggi þeirrar lausnar, sérstaklega til lengri tíma. Framleiðandinn telur lausn sína tryggja fullnægjandi öryggi og hefur áfrýjað ákvörðun Elsäkerhetsverket til viðeigandi dómstóls í Svíþjóð, ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu dómstólsins er að vænta.

Í framhaldi af rannsókn Elsäkerhetsverket framkvæmdu stjórnvöld í Noregi, Nkom, rannsókn sem leiddi það sama í ljós. Nkom taldi ekki þörf á að setja sölubann í Noregi á meðan niðurstaða áfrýjunar í Svíþjóð lægi ekki fyrir.

Skýrt kemur fram í niðurstöðum rannsóknanna, bæði í Svíþjóð og Noregi, að ekki sé talin bráð hætta af þessum stöðvum.

Þau stjórnvöld á Evrópska efnhagssvæðinu sem þegar hafa brugðist við gagnvart hleðslustöðvunum sem um ræðir, eftir að sölubannið var sett á í Svíþjóð, hafa gert það með mismunandi hætti. Samkvæmt þeim upplýsingum sem HMS hefur þegar þetta er skrifað hafa stjórnvöld í einu ríki, til viðbótar við Svíþjóð, sett á formlegt sölubann, einhver hafa takmarkað eða stöðvað sölu með samkomulagi við framleiðada og/eða dreifingaraðila, einhver hafa látið nægja, að svo komnu máli, að koma upplýsingum um málið til dreifingaraðila en flest ríki eru enn með málið til skoðunar.

Hér á landi er einn „aðal“ dreifingaraðili á hleðslustöðvum frá Easee, Reykjafell ehf, aðrir þekktir dreifingaraðilar á Íslandi fá Easee hleðslustöðvar „í gegnum“ Reykjafell. Í framhaldi af sölubanninu í Svíþjóð tók HMS upp viðræður við Reykjafell um viðbrögð við ákvörðuninni í Svíþjóð. Þær viðræður leiddu af sér að Reykjafell lagði fram tillögu að viðbrögðum sem HMS taldi ásættanlega, eftirfarandi er innihald samkomulagsins sem nær til hleðslustöðva af þeim gerðum sem um ræðir - af hálfu Reykjafells verða:

  • Ekki frekari pantanir frá framleiðanda.
  • Engin markaðssetning, þ.e. auglýsingar, kynningar o.þ.h.
  • Ekki fleiri tilboð.
  • Sala einungis í þau verkefni sem eru komin í gang, eða þau verkefni þar sem gerð hafa verið tilboð í og rafverktaki getur ekki losað sig frá.
  • Viðgerðir eða kröfur.

HMS hefur einnig verið í sambandi við framleiðandann, Easee, varðandi þetta samkomulag og hann hefur staðfest að hann muni ekki afhenda stöðvar af þeim gerðum sem um ræðir til Reykjafells, né annarra aðila á Íslandi á meðan samkomulagið er í gildi.

Samkomulagið er í stöðugri endurskoðun eftir því sem frekari upplýsingar berast, bæði frá öðrum markaðseftirlitsstjórnvöldum og framleiðanda.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS