24. júní 2024

Hafnarfjarðarkaupstaður stefnir að uppbyggingu 4 þúsund íbúða næstu 5 árin

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Áætlað er að íbúum Hafnarfjarðar fjölgi um 24 prósent á næstu 5 árum
  • Fjöldi íbúða í byggingu í dag er í takt við fólksfjölgun í sveitarfélaginu
  • Hafnarfjarðarkaupstaður ætlar að skapa skilyrði svo byggðar verði um 3.993 íbúðir á næstu 5 árum

Hafnarfjarðarkaupstaður hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Áætlunin inniheldur miðspá um mannfjöldaþróun í sveitarfélaginu, sem gerir ráð fyrir að íbúum þar muni fjölga um 40 prósent næstu 10 árin. Spáin gerir ráð fyrir nokkuð meiri fjölgun en fyrri spár og endurspeglar betur þróun fjölda íbúða í byggingu og framtíðarhorfur um uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Endurskoðuð húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar áætlar að þörf verði fyrir um 820 íbúðir á ári, 4.110 íbúðir á næstu 5 árum og 6.413 íbúðir á næstu 10 árum. Fullbúnar íbúðir í Hafnarfirði voru samtals 407 í fyrra,  nærri fjórfalt fleiri en á árinu á undan þegar þær voru 110 talsins.

Í marstalningu HMS voru 1.490 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði og hafði þeim fækkað  um 7 prósent frá því í september 2023. Meirihluti íbúða í byggingu eru í nýju hverfi við Hamranes og Skarðshlíð en mikil uppbygging hefur verið á því svæði síðustu ár. Fjöldi íbúða í byggingu er í takt við áætlaða íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar.

Markmið Hafnarfjarðarkaupstaðar er að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða í nýjum hverfum ásamt þéttingu byggðar þar sem við á. Sveitarfélagið hefur nú skipulagt lóðir fyrir 5.518 íbúðir. Á næstu 5 árum stefnir sveitarfélagið á að skapa skilyrði til að úthluta byggingarhæfum lóðum fyrir allt að 3.993 íbúðir svo lóðaframboð mæti áætlaðri íbúðaþörf.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS