25. apríl 2025
Hægist á fjölda fullbúinna íbúða
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Samkvæmt mælaborði íbúða í byggingu eru nú samtals 6.372 íbúðir skráðar í byggingu um allt land. Þá eru einnig skráð byggingarleyfi eða samþykkt byggingaráform fyrir 903 íbúðir, en framkvæmdir við þær eru ekki hafnar. Fram til þessa þá hefur verið lokið við byggingu á 674 íbúðum sem er fjölgun um 182 íbúðir á milli mánaða. Fjöldi fullbúinna íbúða dregst saman á milli mánaða í samanburði við tvo fyrstu mánuði ársins þegar fjöldinn var um 24% meiri heldur enn á sama tíma síðasta árs. Um tveir þriðju þeirra íbúða sem hafa verið fullbúnar á árinu eru á höfuðborgarsvæðinu og um 11% íbúða á Suðurnesjum.
Fullbúnar íbúðir eftir landshlutum:
Aukning í framboði minni íbúða heldur en áður
Af íbúðum í byggingu eru um 80% þeirra í fjölbýlishúsum og algengasta stærð þeirra íbúða 80-100 fermetrar að stærð. Flestar íbúðir í fjölbýlishúsum á Íslandi eru hins vegar í stærðarflokknum 100-150 fermetrar. Um 20% íbúða sem eru í byggingu eru í sérbýli og er algengasta stærð þeirra íbúða 150-210 fermetrar sem jafnframt er algengasta stærð íbúða sem fyrir eru í sérbýli. Hins vegar er aukið hlutfall íbúða í byggingu í sérbýli sem eru 70-110 fermetrar en um fjórðungur allra íbúða sem eru í byggingu í sérbýli eru í þeim stærðarflokki. Í báðum þessum tilfellum eru útlit fyrir að byggingaraðilar telji að markaðurinn óski eftir minni íbúðum heldur en fyrir eru í landinu.
Talning HMS
HMS fylgist reglulega með framvindu íbúðauppbyggingar og uppfærir matsstig íbúða í samræmi við raunstöðu þeirra í framkvæmdarferlinu. Matsstig íbúða sýna framvindu byggingarferlisins, allt frá útgáfu byggingarleyfis til fullgerðrar íbúðar.
Einnig stendur HMS fyrir talningu íbúða í byggingu á landinu öllu í mars og september ár hvert. Í talningunni er farið um öll byggingarsvæði landsins og lagt mat á framvindu hverrar íbúðar í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn yfir stöðu og framgang íbúðauppbyggingar í landinu og hvenær áætlað er að íbúðir komi á markað. Marstalning HMS er komin vel á veg og standur til að kynna niðurstöður hennar undir lok marsmánaðar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS