3. maí 2024

Greiðsla húsnæðisbóta í apríl 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS greiddi um 961 milljón króna í húsnæðisstuðning til leigjenda 30. apríl 2024. Tæplega 935 milljónir króna voru vegna leigu í apríl, en þar af voru rúmlega 196 milljónir greiddar til stuðnings fyrir Grindvíkinga vegna leigu í apríl. Um þrjár tegundir af stuðningi er að ræða, sértækan stuðning fyrir Grindvíkinga, húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Kópavog og Skagafjörð.

Sér­­­tæk­­­ur hús­næð­is­­­stuðn­­­ing­­­ur vegna nátt­úru­ham­fara í Grinda­vík­­­­­ur­bæ

Framkvæmd sértæks húsnæðisstuðnings til Grindvíkinga hefur verið á ábyrgð HMS frá því að úrræðið tók gildi í desember á síðasta ári. Stuðningnum er ætlað að styðja við Grindvíkinga vegna náttúruhamfara sem hafa leitt til þess að íbúar Grindavíkur hafa þurft að yfirgefa heimili sín. HMS greiðir stuðninginn til þeirra íbúa sem hafa neyðst til að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkur og er greiddur mánaðarlega. Alls voru rúmlega 209 milljónir króna greiddar til 862 umsækjenda og þar af voru tæpar 196 milljónir króna vegna aprílmánaðar.

Hús­næð­is­bæt­­­ur

Húsnæðisbótum er ætlað að styðja tekju- og eignalága leigjendur vegna leigu íbúðarhúsnæðis og eru þær greiddar mánaðarlega. Heildargreiðsla húsnæðisbóta nam um 722 milljónum króna til 16.780 umsækjenda og þar af voru 709 milljónir króna vegna leigu í aprílmánuði.

Sér­­­stak­­­ur hús­næð­is­­­stuðn­­­ing­­­ur

Greiðsla sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir sveitarfélögin Skagafjörð og Kópavog er framkvæmd af HMS sem hluti tilraunaverkefnis stjórnvalda. Sérstakur húsnæðisstuðningur er á forræði sveitarfélaganna og felur í sér aukinn stuðning við þá sem sökum fjárhagslegra- eða félagslegra aðstæðna eiga erfitt með að standa straum af húsnæðiskostnaði. Greiddar voru alls 30 milljónir króna til 1.040 umsækjenda í Kópavogi og 90 umsækjenda í Skagafirði.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS